Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 156
158
AMERÍKA
kjöri sínu; það er hulinn kraptur, sem stýrir , hendinni, þegar
hann skilar kosningarmiðanum. Með því móti fer það svo, að
fólkið alsvaldanda verður að leikbrúðu í höndum þeirra
manna, sem því stýra. Brúðan hoppar og hefir öll þau læti,
sem þeir vilja, er i taugina eða þræðina kippa.“ þegar hinn
spurði, hvort vaxandi uppfræðing fólksins mundi ekki ráða bót
á öllum þessum aldargölium, hljóðaði svarið svo: „Nei, það
er ekki kunnáttan, sem mest er undir komið, heldur uppeldi
fólksins, í hverja stefnu lund þess er leidd og hugsunarhættir.
þetta hefðu menn sjeð fyrir löngu, ef blöð yðar flyttu ekki þá
falskenning dagsdaglega, að uppfræðing og kunnátta væri aðal-
lækning allra þegnlífsmeina. Hafa ekki allir þeir rnenn yðar,
sem sitja i embættum í alríkisstjórninni, í landastjórn, borga-
stjórn og sveita, aflað sjer góðrar uppfræðingar og kunnáttu?
En hefir þetta hamlað þeim frá mútugjöfum og mútuþágum,
eða margvíslegum þingflokkahrekkjum, eða að hilma yfir með
þeim, er margan þann klækisskap fremja, sem atar og ósæmir
landstjórn yðar?“ það voru þessar hugleiðingar, sem oss komu
i hug, þegar vjer nefndum Herbert Spencer í fyrsta kafla þessa
rits. Mörgum þykir lika svo komið þar vestra, sem býsna
skyldi til batnaðar.
Til ekkna, munaðarleysingja og örkumlaðra manna eptir
striðið siðasta (þ. e. að skilja i her norðurríkjanna) eru goldin
svo mikil eptirlaun og framfærzlufje úr sjóði rikisins, að fá-
dæmum gegnir. Tala beirra, sem það fje þágu í fyrra, var
275,000. þetta var hún komin upp úr 242,000 árið 1879. Sum
blöð höfðu líka i skopi æxlunarþrótt hinna örkumluðu. Siðan
stríðinu lauk, höfðu Bandarikin greiðt 300 millíóna dollara í
þau eptirlaun og til framfærslu. 1878 jók þingið þetta gjald,
þó Hayes, forsetinn, væri því mjög mótfallinn, en hann hafði
ekki þrek til að neikvæða þeim nýmælum. það er um þetta
mál sem fieiri þar vestra, að menn segja, að hjer fari ekki
allt með feldi, og að ljót brögð muni hjer i tafli. Menn rengja
það, sem skýrslur bera um fjölgun framfærsluliðsins, en trú avel
þingfulltrúunum til að laga það og annað svo í hendi sjer, að
sem mest hrjóti af til þeirra, sem þeir sliks unna fyrir vináttu