Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 91
93
Spánn.
þingflokkar og fl. — Af óeirðum og byltingaflokkum.
Vjer höfum lesið um greining þingmanna á Spáni i 7
flokka: apturhaldsmenn, fyrir þeim Canovas del Castillo (for-
seti stjórnarráðsins á undan Sagasta), þá, miðflokkurinn, þ. e.
framfaravinir eða Sagastalið, þá þeir þingstjórnarvinir, sem
vilja leiða í lög stjórnarlögin frá 1869 (með frjálsum kosn-
ingum, meginráðum fólksins og svo frv.), og þá þjóðvalds-
sinnar í íjórum kvíslum, en Emilío Castelar er fyrir hófsflokk-
inum. I þriðja flokkinum er Serrano marskálkur. Hann reyndi
til árið sem leið að koma öllum frelsisflokkunum (5) i banda-
lag til að taka stjórnarskrána frá 1869, og þetta bar hann upp
í öldungadeildinni í byrjun þings (i desember), en fjekk þar
daufa undirtekt. I fulltrúadeildinni hefir líka bandalagið farið
út um þúfur að sinni, og Sagasta þykir nú sitja fastara í sessi
sínum enn fyr. það var stjórnarskráin frá 1869, sem Amadeo
konungur vann eið að, en gerði honum svo erfitt um stjórn á
Spáni, að hann kaus að sleppa tign og valdi að tveim árum
liðnum. Menn ætla, að ámóta mundi fara fyrir Alfons tólfta,
ef skráin yrði aptur að riltislögum — og þó búast margir við,
að þar komi niður.
Camacho heitir sá ráðherra, sem stendur fyrir íjármálum,
en þau eru ekki minstum vanda háð á Spáni. I fyrra vor
fjekk hann nýmælum framgengt á þinginu um ymsar breytingar
á sköttum og tollum, en sumstaðar var því svo illa tekið, að
í róstur sló. þó eigi væri meiri framlaga krafizt til ríkisins,
þá voru ný skattgjöld eða tollar tilbúnir, og það var þetta og >
nýr verzlunarsamningur við Frakka, sem mönnum líkaði verst.
En stjórnin þótti hafa vilnað Frökkum í meir enn skyldi um
toll-lækkun á sumum varningi t. d. vefnaði. I all-Iangan tíma
varð stjórnin að halda Barcelónu og allri Catalóníu í her-
vörzlum, Menn neituðu að gjalda skatta, og varð víða að
heimta þá með atförum. Atvinnan brjálaðist, og verkmerm