Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 112
114
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
þeim 11 árum voru þar komnir upp 133 almadjarskir skólar.
Aður voru þeir ekki fleiri enn 14. I Transsilvaníu („Sjöborga-
landi“) hafa þjóðverjar, eða „Saxar“, sem þeir nefnast, haldið
sjer vel saman og gert sjer mjög dælt við Rúmena, megin
landsbúa, og haldið hjer öndvegi sem á öðrum stöðum, en nú
hafa Madjarar, eða stjórnin í Búda-Pesth, raskað öllu gengi
þeirra, og þar á ofan hefir þeim fækkað um helming á tveimur
síðustu mannsöldrum. Tala þeirra er nú vart 200,000, en hinna
(Rúmena, Siafa og Madjara) um 2 millíónir eða meira. það
sem nú er talið, og mart fleira, bendir kelzt á, að drottnunar-
tími þjóðverja yfir hinum þjóðflokkunum í Austurríki sje á för-
um, en hver afdrif því fylgja fyrir alríkið, er bágt að segja,
en auðvitað, að það fer eptir hyggni og sannsæi allra þeirra
sem hlut eiga að máli, eða þeirra forustumanna. Vjer látum
þess getið hjer, að Bismarck hrutu í fyrra nokkur ávítunarorð
af munni á alríkisþinginu til þýzka flokksins í Austurríki, og
gaf hann i skyn, að þeir menn færu óhyggiiega að ráði sínu, er
þeir æstu upp Slafa á móti sjer, og kveiktu þjóðahatur i stað
hins að slökkva það og laða alla til samverknaðar i alrikisins
þarfir; þ. e. að skilja: gera Austurríki sem öflugast á móti
Rússlandi og alslafavinum. — Sem nú er komið í Austurriki,
mun því bezt gegna, ef farið verður að ráðum Ladislaus
Riegers, hins fræga forvígismanns Czeka, er hann sagði svo á
Vínarþinginu í fyrra: „Lofið hverjum þjóðflokkinum að sækja
fram til þrifnaðar i fullu frelsi, því þá munu þeir allir unna
ríkinu, én það er einmitt þetta, sem getur veitt því viðgang
og blómgun, og gert það öflugt gagnvart öðrum út í frá.
I janúarmánuði gerðist uppreisn í Bosníu og Herzegóvínu,
en upptök hennar urðu í suðurhluta Dalmatíu. Vjer höfum
ekki sjeð annað fram fært um orsök hennar, enn að lands-
búum eirði það svo illa, er stjórnin Ijet skrá þá til þjónustu í
her keisarans, en þeir höfðu átt öðru að venjast meðan þeir
voru þegnar soldáns — að minnsta kosti kristna fólkið. Af
áskorunarávörpum foringjanna mátti þó sjá, að meira bjó
undir, og að landsbúar hugsuðu sjer að leysa löndin undan
Austurríki, og koma þeim í samband við þjóðbræðralöndin,