Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 41
ENGLAND.
43
og undan henni gat enginn þeirra færzt, og þeir játuðu sig
allir seka — sex aS tölu auk Arabis. En undir eins og
líflátsdómurinn var upp kveðinn — fyrst og sjerílagi á sök
Arabis, en síðar á hinna —, kom sú liknarboðun frá kedíf-
inum, að þá skyldi færa í útlegð, en líflát skyldi varða, ef
þeir dirfðust nokkurn tíma að koma til Egiptalands eða
þeirra landa, er undir það lægju. 1 árslok voru þeir fluttir
ásamt konum þeirra og börnum til eylandsins Ceylon i Ind-
landshafi. Ur landsjóði Egipta fær hver þeirra 540 krónur
á mánuði til viðurværis. Eignir þeirra voru gerðar upptækar,
en konurnar hjeldu því sem þær áttu.
England.
Efniságrip: Illræðisflolckar á írlandi. — Ódáðaverk; tilbrigði stjórn-
arinnar; morð i Dýflinni; nýmæli til að hamla illræðum, og fl. — Rann-
sóknir í morðsökum; frá foringjum bændafjelagsins. — Nokkuð af þingi. —
bingmennsku afmæli Gladstones. — Umskipti i ráðaneytinu. — Herfarar-
kostnaður; herskoðan; nafnbætur höfuðforingjanna. — Morð sendimanna
Englendinga. — Viðureign við þrælafarmsskip. — Frá Cetewayó Zúlúa-
konungi. — Af menntaframförum og skólum Indverja. - Um brautargöng
undir Calaissundi. — Af skipsköðum 1880—81. — Af tilræði við Viktoríu
drottningu. — Mannalát.
Að framan er sagt frá, hvernig Englendingar snerust við
vandamálum sínum erlendis, en „Skirnir11 greindi frá því í
fyrra, hverjum höfuðvanda þeir eiga þar að gegna, sem írska
málið er. Vjer skulum þá fyrst segja frá þvi helzta, sem
gerzt hefir á írlandi, og hvað stjórninni hefir unnizt á, að
hepta illræði leyndarfjelaganna eða samsærisflokkanna, og vikja
ástandi og högum þjóðarinnar i skaplegra horf. — „Bænda-
fjelagið" eða „landfjelagið11 (The landleague) hefir ávallt borið
það af sjer, að það ætti neinn þátt í tiltektum illræðisflokk-
anna á írlandi, og menn hafa trúað því, að engir þeirra væru
beinlínis við það tengdir. það er ekki enn uppgötvað til