Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 139
DANMORK.
141
læsilegar. — Vjer nefnum að endingu tvö rit, fróðleg að því
leyti, að þau lýsa aldarfari og sumum merkismönnum í Dan-
mörk (og víðar), sumpart fyrir aldamótin og sumpart á fyrra
hluta þessarar aldar. Annað þeirra er um „Peter Andreas
Heiberg og Fru Gyllembourg.“ Bókin er að mestum hluta
safn brjefa, sem fór þeirra hjóna á milli, bæði á undan skilnaði
þeirra og á eptir. þó þau ættu ekki giptu saman, þá lýsir
bókin því áþreifanlega, að bæði skáldið og skáldkonan hafa
verið gagntekin flestum fremur hjer nyrðra af anda frelsisald-
arinnar, sem lagdi frá Frakklandi á þeim tímum. Bókina hefir
samið og til hennar safnað og valið leiklistarkonan fræga Jo-
hanne Louise Heiberg, kona þjóðskáldsins J. L. Heibergs.
Hitt ritið er fyrri partur æfisögu Martensens biskups, sem hann
hefir sjálfur samið. A því er sami snilldarbragur, og á flestu,
er eptir hann liggur, og að vjer nefnum eitt atriði, þá lúka allir
upp um það einum munni, að lýsing hans og samanburður á
þeim Grundtvig og Miinster, beri af öllu þvi, er áður hefir
verið um þá ritað.
Mannalát. Vjer getum þessara fimtn: 1. júní andaðist
Caspar Peter Paludan-Muller, sagnafræðingur og prófessor
við háskólann á 78da aldursári (f. i Kjerteminde 25. jan. 1805).
Æskunám hans var guðfræði, en hann fjekk snemma kennara-
embættivið latínuskóla í sögu og landafræði. 1843 varð hann
yfirkennari við latinuskólann { Odense, og tíu árum síðar rektor
skólans i Nykjöbing á Falstri. 1871 var hann kvaddur til
sögukennslu við háskólann, og gerður að „Professor Rost-
gardianus11 *). Hann hefir ritað fjölda ritgjörða og ritlinga
sögulegs efnis, og ber allt vott um djúpsæi og glöggt skyn,
nákvæmar rannsóknir og mikla vandvirkni. Höfuðrit hans eru
„Grevens Feide“ (í tveim bindurn, 1853 — 54) og „Danmarks
Historie under de förste oldenborgske Konger“ (1873). Hann
var bróðir skáldsins, sem dó 1876 (sjá „Skírni“ 1877, 149. bls.).
— 14. októbers dó einn af leiksnillingum Dana (við „þjóðar-“
*) Sá kennari, sem á að hafa laun af gjafasjöði Frederiks Rostgaards
og kenna sjerílagi sögu norðurlanda.