Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 160
162
AMERÍKA.
1 minningu landgöngu hans stóð hjer stórkostleg hátíð i 4
daga, og var hún svo sýnd og leikin fyrsta daginn, sem næst
varð farið, meðan skotin dundu og allar klukkur ómuðu.
Skipi Penns fylgdu herskip og mikill annar floti. Menn hans
(og sá er hann ljek) voru allir í búningum 17. aldar, og svo
voru þeir og — Svíar og Svisslendingar, auk Indíamanna —,
sem tóku á móti honum á landgöngustaðnum. Prósessíur,
sjónarleikar, sönghátíðir, og það annað sem til skemmtana og
hátíðabrigða var fundið þá daga, fór allt fram með svo stór-
fengilegu og minnilegu móti, sem titt er þar vestra, og er
mönnum helzt til hæfis.
það getur verið, að eitthvað kunni að hafa verið orðum
aukið í sögunum i fyrra af drápum og morðum i Bandaríkj-
unum, en vjer segjum hjer stutt ágrip af afreksverkum eins
stigamanns, sem hjet Jesse James, „járnbrautaræninginn11, en
er nú loksins til heljar sendur, og mun af henni mega sldlja,
að nokkuð má á saxast þar vestra, þegar slíkum görpum verður
gott til liðs, og þeir geta haldið iðju sinni áfram í 20 ár eða
lengur. James og eldri bróðir hans (Franc) gengu í lið lausa-
fiokka í Missouri, sem reyndu að gera suðurrikjaliðinu óskunda,
sem þeir mest máttu. En eigi leið á löngu fyr enn þeir fiokkar
höfðu vopn sín til fjefanga og rána, og bráðum fjekk James
hinn yngri forustuna, því hann var sá djarfasti og grimmasti
allra. Hann beitti afla sínum helzt á móti járnbrautalestum,
eða minni bæjum og þorpum, en hætti stundum til við stór-
borgir — einkum bankahús þeirra. í fiokk hans gengu út-
lagar, ræningjar og morðingjar, og skipaðist jafnan fljótt i
skörðin, ef urðu. I byrjuninni urðu smáþorpin einkum fyrir
atförum stigamannaflokksins, og var öllum peningum rænt, eða
því öðru fjemætu, sem hægt var burt að hafa, en líf fæstra
sparað. 1864 stöðvuðu þeir járnbrautarlest í þorpi einu, en
þar voru fluttir með fleirum særðir hermenn eða sjúkir. Ræn-
ingjarnir tóku það allt sem fjemætt var, settu hermennina í
röð, en síðan gekk foringi stigamanna, sem þá var Anderson
nokkur, svo á hana, að hann skaut hvern á fætur öðrum til
bana, en bræðurnir (James) hlóðu skammbissurnar. I þorpinu