Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 162
164
AMERÍKA.
og eiga því himnavistina vísa. Hann hafði búið til fyrir síg
einskonar banabasn, og hana hafði hann upp rjett fyrir aftökuna,
en i henni voru formælingar, þeim stilaðar, er honum hefðu ban-
ann ráðið, og jafnvel öllu fólkinu i Bandarikjunum.
Af óðastormi sem geysaði i miðjum júnímánuði einkum i
Missouri, Illinois og Kansas, eyddist svo mikið afhúsum, járn-
brautalestum og öðru, að reiknað var til tveggja millióna doll-
ara. þar að auki varð stormurinn 100 mönnum að bana.
Mannalát. þessara má geta: 4. jánúar dó í Newyork
Draper, prófessor (kennari í náttúrufræðum og heimspeki), sem
hefir ritað yms nýt og merkileg rit, og þeirra á meðal „Mennt-
asögu Evrópubúa11 og „Sögu borgarastriðsins í Ameríku11.
Mennta eða menni ngarsagan er útlögð á dönsku, og erkölluð:
„Den evropæiske Aandsuðviklings Historie11 (1875). Draper er
fæddur á Englandi 5. maí 1811, og kom til Bandaríkjanna
1838. — 24. marz andaðist i Newyork, Henry Wodsworth
Longfellow, skáldið þjóðfræga og þjóðum kunna, kominn af
5. árinu um sjötugt (f. í Portland í Maine 27. febrúarmán.
1807). Bæði i skáldsögum hans („ Outvemer11 1835, „Hyperion“
1839, „Iíavanagh“ 1848, „Miles Standish“ 1868, „Tales of
wayside inn“ — „frá húsinu við veginn“ 1883 og fl.), og í
ljóðum hans („ Voices of night“ — „Raddir næturinnar“ 1840.
„The golden legend“ 1851“. „The song of Hiawatha11 1855, auk
fl.) er allur búningurinn svo fagur, skrúðmikill og unaðslegur,
að Longfellow mun lengi talinn einn af beztu skáldum Norður-
ameríkumanna. — 27. aprílmánaðar andaðist Jialj W. Emerson i
Concord.i Massaschusetts,79 áraað aldri. Hannvar heimspekingur
og einn af mætustu fræðimönnum Bandaríkjanna. Eptir hann
liggja mörg rit, Essays eða lýsingar, og skal af þeim nefna
„Essays on representative men“ (aldaskörunga?), þar sem lýsingar
finnast á Plató, Swedenborg, Shalcespeare, Napáleon 1., Goethe
og fl., og annað — fyrirlestra safn — líkrar tegundar, eða
„Essays on New-Englands reformersil — forustumenn til endur-
bóta í Bandaríkjunum.