Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 102
104
1>ÝZKALAND.
margir sögðu að Bismarck hafi látið svo orðum um farið, sem
fram kom, hvorumtveggju til áminningar. Oss minnir að eitt
blaðið (á Frakklandi) kalli ummælin i sumum blöðum f>jóð-
verja „kaldagos11, sem bæði ætti að koma niður i Vin og
Pjetursborg, og slökkva sem skjótast í þeim kolunum, sem
ymsir ætluðu að að blása. Ef rjett er til getið, þá hafa ráð Bis-
marcks hrifið nú sem optar — að minnsta kosti á Rússlandi.
Ájúbílhátíð (75 ára) hermennsku sinnar (á nýjarsdag) íjekk Vil-
hjálmur keisari svo fagrar og hjartnæmar heillaóskir frá frænda
sínum, Rússakeisara, að hann eigi að eins tók þeim með
mesta fögnuði og þökkum, en hafði orð á svo góðum tíð-
indum við Moltke hershöfðingja og annað stórmenni, en upp
vir því fór líka að dofna yfir allri kergju og dylgjum blaðanna.
Jafnvel Moskóvutíðindi Katkoffs, alslafavinarins, settu upp vin-
gjarnlegan svip gagnvart þyzkalandi, en höfðu áður, þegar
önnur blöð ljetu sem ófriðlegast, sett mönnum fyrir sjónir, að
j>jóðverjar og Rússar gætu vel búið hvorir við aðra í friði og
samkomulagi. En menn þóttust reyndar vita, að bendingar í
þá átt hefðu komið áður frá Pjetursborg.
„Skírnir“ gat þess í fyrra, að Bismarck var farinn að segja
þeim mönnum til siðanna á þinginu, sem leituðust við að
imynda sjer og öðrum, að „ríkislög Prússaveldis og alríkisins
væru sniðin eptir þingstjórnarsniði“ (sjá 69. bls.), eða að þau
takmörkuðu alls ekki svo sjálft drottinvald konungsins, sem
þeir vildu telja fólki trú um. Hjer fylgdi meira. 4. janúar
kom til ráðaneytisins boðunarbrjef frá Prússakonungi með
undirskrift Bismarcks fyrir neðan nafn konung, og staðfesti
þær kenningar sem kansellerinn brýndi fyrir mönnum á prúss-
neska þinginu. Af þvi að j>jóðverjum sjálfum þótti hjer „dýrt
drottins orðið“, og nálega allir ljetu sjer segjast af þeirri tilsögn,
nema framhaldsmenn, þá þykir eigi ótilfallið að segja inntakið,
og er það þetta: Heimild konungs að stjórna í Prússaveldi
að eiginni vild og hyggju er takmörkuð, en eigi af tekin.
Ráðherrarnir skrifa undir boð stjórnandans nú sem fyr, en það
eru enn sem fyr, boð, ályktanir og tilskipanir konungsins, er
svo segir sinn vilja, en samkvæmt rikislögunum. j>að væri því