Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 133
DANMÖRK.
135
og marklausri þulu. Málið stendur í sama stað, og hjer gerir
hvorki að reka nje ganga. Flokkarnir segja hvor um sig sem
fyrr, að þeir berjist fyrir rjettum skilningi og rjettu gildi grund-
vallarlaganna. En vjer þurfum ekki að bæta neinu við það, sem
vjer sögðum í fyrra um þessa þræstu, og ekki neitt
heldur aptur að taka. Hvað lengi Dönum endist að standa
öfugra að löggjöf sinni enn aðrar þjóðir, já horfa öfugt við lög-
um skynsemi og greiningar, eða stýra málum sinum „i Kraft af
det absurde“ (eptir endileysu), er bágt að vita, en hitt er orðið
flestum ljóst, að þetta þráhald er landinu til mikils hnekkis og
ófarnaðar, og eptir visnunarnóttina löngu þreyja nú fleiri enn
vinstrimenn þá apturelding, að þá Estrup mætti daga uppi, og
þeir mættu kenna sin sjálfra sem steingerfinga. En hitt er og
eptir að vita, hver snjallræði þeir menn finna, eða hvern kjark
þeir sýna af sjer — „sem nóttina eiga að stytta“.—þingsagan
er skjótsögð. Af 78 nýmælum til laga frá stjórninni varð 17
framgengt, að fjárhagslögunum meðtölðum; þremur af 15 þeirra,
er þingmenn báru upp. En hins þarf ekki að geta, að það
var allt lítilvægi — nema fjárveitingarnar — sem náði framgöngu.
I sumar leið var loks fólksþings dyrunum lokið upp fyrir
þeim manni, sem hafði tvisvar barið á til ónýtis. Maðurinn
var einn af mestu slcörungunum í Danmörk síðan þingskorð-
uð stjórn var i lög leidd, og hafði verið einn af fórústumönnum,
þegar þau umskipti voru undir búin, en síðan við flest höfuð- •
mál og stórtíðindi riðinn, t. d. tiðindin 1864. Maðurinn var
Monrad biskup. A seinni árum hefir biskupinn átt vanda til að
kynna löndum sinum álit sín í pistlum eða sendibrjefaritlingum
um yms vandamál, eðá deilumál þingdeildanna, eða fólksþings-
ins og stjórnarinnar. I fyrra vor kom frá honum nýr ritlingur,
„Den stillé Magt“ (valdið kyrra). Hjer leiddi hann mönnum
fyrir sjónir, að það væri missýning, er rnenn ætluðu, að hávaði
kapp og styrming kæmu meztu til leiðar; nei, það væri „kyrr-
leiksvaldið11 sem orkaði meztu, ynni mezt, skapaði og um-
myndaði allt í þegnlífipu, eins og hin þöglu öfl gerðu það i
náttúrunni. „Hið kyrra vald kemur leynilega, eins og dögg af
himni, og enginn verður þess var. það firrist ærsl og háreysti,