Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 52
54
ENGLAND.
Um það er Englendingar voru að búast til herferðarinnar,
sendu þeir menn þeirra erinda til Serklands og Líbýju, að
liafa fortölur fyrir höfðingjum kynflokkanna, eða „bedúína“
flokkanna, og gera þá Englandi vinveitta. „ Einnig áttu þeir
að kaupa af þeim úlfalda til hersins. Fyrir sendiförinni var
sá maður, sem Palmer hjet, og var prófessor i Arabamáli við
háskólann i Cambridge. Með honum fóru tveir hermenn og
allmargir fylgdarþjónar. þeir höfðu stórmikið fje með sjer í
gullpeningum. það urðu afdrif þeirra manna, að einn bedúína-
flokkur veitti þeim atgöngu og drap þá alla, eigi all-langt upp
i landinu frá Suez (bænum). Verkið var eigi síður unnið af
íjegirnd, enn af heiptarhug til kristinna manna. Englendingum
hefir tekizt að höndla 10 af þeim, sem voru í atgöngunni,
og veitt þeim makleg málagjöld.
Englendingar liggja enn sem fyr fyrir þeim skipum á hafi úti
eða við strendur, sem flytja þrælafarma til sölu. Eitt af enum
minni herskipum þeirra hitti í fyrra þrælafarmsskip frá Zan-
zibar, en Arabar voru miklu liðmeiri og rjeðu þegar til upp-
göngu á herskipið. Foringi þess, Brownright að nafni, og
menn hans veittu hrausta vörn, en urðu ofurliði bornir. For-
inginn íjell, lostinn skoti í brjóstið, er hann hafði fengið sjö
sár áður, og flesta fingurna af höggna á annari hendinni.
Líkast að boði stjórnarinnar lagði Cetewayó Zúlúakon-
ungur á ferð til Englands í fyrra sumar og kom þangað í
byrjun ágústmánaðar. Mörgum varð starsýnt á kempuna svörtu
og þá þrjá Zúlúahöfðingja, sem fylgdu honum, en hann undr-
aðist hitt eigi síður, sem honum og þeim gaf að líta. þeir
voru allir í Evrópumanna klæðnaði, stuttum frökkum og svo frv.,
en konungur bar til viðhafnar einskonar hershöfðingjabúning
og gull-lagða húfu á höfði. það er sagt af háttum þeirra, að
þeir sátu jafnast á ferðinni á þilfarinu rjettum beinum, og þar
sem þeim var visað til vistar (í skrautlegu lystigarðshúsi) i
Lundúnum, kunnu þeir ekki við að liggja i rúmum, en ljetu
búa um sig á gólfinu. þeir borðuðu tvisvar á dag, forðuðust
allt kryddmeti, en þágu gjarna enskt brennivin með matnum.
Cetewayó kunni það af vorum borðsiðum að neyta knífs og