Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 105
ÞTZKALAND.
107
og hann skyti svo fyrir sig skildi krúnunnar, að mönnum skyldi
sýnast konungurinn standa þar, sem Bismarck stæði. Við
kosningarnar ætti framvegis að kalla: „Með keisara vorum
eða á móti!“ og eigi framar: „Með eða móti Bismarck!“,
og ef það hrifi ekki, þá kæmu menn með Guð af himnum til
kosninganna.
Vjer höfum lesið grein eptir Victor Cherbuliez um Bis-
rnarck („Vonarbrigði Bismarcks“), þar sem fjörlega og fimlega
er lýst atgerfi þessa mildlmennis, og sú grein gerð á, að þar
sem utanríkismálin hafi leikið honum í höndum, og hann hafi
getað haft endaskipti á konungum og stjórnvitringum, þá hafi
þingmálin orðið honum þung í skauti, og flokkarnir svo óþjálir,
að sum þau nýmæli til laga, sem honurn þótti mest undir að
fram gengi, urðu apturreka hvað eptir annað. A þetta er vikið
i síðustu árgöngum þessa rits, t. d. á frumvörp hans til að
bæta kjör verknaðarfólksins, einokun fyrir ríkið á tóbakssölu,
fjárveitingar til tveggja ára, og fh, og þar er skemmst frá að
segja, að hjer stendur allt í sama stað. Einokunarlögin voru
felld með allmiklum atkvæðamun, og sömu för fóru nýmæli um
tollhækkun á ymsum varningi. En hitt er engu að síður vist,
að Bismarck heldur áfram baráttunni móti „skammsýni og fá-
vizku“ þingflokkanna svo lengi sem honum endist aldur og
heilsa til. Tóbakseinokunin þykir honum snjallasta ráð til að
raka peningum í handraða alrikisins, en honum þykir það
engu minna vert að koma stofni undir auðlegð alríkisins, enn
hitt stórvirkið, sem hann hefir unnið, að koma öllum þýzkum
rikjum i einingarlög. þetta er lika hægt að skilja. þegar al-
ríkið eða keisari þjóðverja i Berlín á gnægtir fjár i aðalhirzl-
unni , þá er þýzkaland betur undir búið, hvað sem að höndum
kann að bera utan að, en innanríkis mun þess þá og kenna,
að þar er aflið sem auðurinn er, og að þungamiðju alríkisins
kennir þá betur í Berlín, þegar hægt verður að miðla þaðan
enum minni rikjum fje, ef svo bæri undir, i stað hins að
þiggja tillög þeirra og verða eptir þeim að bíða. I stuttu
máli: góð peningaráð i alrikishirzlunni verða ný megingjörð á
sambandi þjóðverja. — Af öðrum nýmælum nefnum vjer tak-