Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 70
72
FRAKKLAND.
vinna þess eið „að fórna gózum og gulli, lífl og blóði“. „f>að
sverjum vjer!“ gall mannsægurinn við (6000 manna). Viða
varð löggæzluliðið að hafa vörð á að eigi slægi í róstur með
þeim og verknaðar eða iðnaðarmönnum, en stjórnin ljet sakii
koma niður á þeim mönnum, sem í hennar þjónustu stóðu, og
höfðu tekið þátt í þeim gildum. J>að mun óhætt að fullyrða,
að stjórnin hafi betri gætur á einvaldssinnum framvegis, ef þol-
inmæði greifans og annara lofa þjóðveldinu að standa.
Hinu sama bregður fyrir sem fyr, að byltingaflokkarnir eru
þjóðveldinu hættulegastir. Arið sem leið hefir meri geigur staðið
af tiltektum þeirra, en fyr. þeir hafa ekki látið sitja við sveim
og hávaða á fundum, en borizt mart fyrir, sem þeir hafa eggjað
til á fundunum. Vjer getum ekki sneiðt hjá, að greina nokkuð
nánara frá þessum fundum, og því sem jafnast þýtur þar
í björgum, Ræðurnar bera vott um, að trú þessara manna á
umturnun þeirrar skipunar á þegnlegu fjelagi, sem ræður á
vorri öld, er svo brennheit, að henni má jafna við trú krist-
inna manna á fyrstu öldum kristninnar. En svo víkur líka
við, þó furða kunni að þykja, að rithöfundar og stjórnmála-
vitringar (t. d. Thiers sálugi) glæða þessa trú, er þeir spá svo
ógurlegri byltingu um útgöngu þessarar aldar, að ekkert und-
anfarið í sögu þjóðanna komizt þar í námunda við. Viðkvæði
byltingamanna er: „enginn guð, ekkert yfirvald (ni dieu, ni
máitre', orð Blanquis)!“ Prestarnir — drottinsþjónarnir — eru
í þeirra augum ekki annað enn her myrkranna, sem gerir
menn blinda í þeim efnum sem mest á riður, en styðja allt
það vald sem heldur af sjerplægni litilmagnanum, þ. e. öllum
þorra fólksins, undir kúgunaroki; kirkjurnar eru ekki annað enn
samkunduhús, þar sem þeir efla hjátrú, hræsni og þrælsótta,
kenna fólkinu að lúta hindurvitnum og allskonar afguðum, en
gera það því afhyggjandi, sem göfugast er og tignast: sannri
mannúð og rjettlæti. Ummæli þeirra um valdstjórnina eru
ekki betri, og slíks var ekki heldur að vænta. Öll setning og
skipun þegnlegs fjelags er grundvölluð á ránum og ofríki.
J>á sem halda henni uppi — stjórnina, embættismennina, her-
inn — er því að leggja á borð við ræningja og þrælmenni.