Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 15
ALMENN TÍÐINDI.
17
mælti hún fram með sjer sjálfri með'þeim ummælum: „I þessu
ríki, þar sem karlmennirnir fjalla einir urn landstjórn og fjár-
neyzlu landsins, er allt komið í það óstand, allt svo atað og
sauri orpið í flokkadeilunum, að það er mesta þörf á konu
með sóp og sorptrog til að koma á burt öllu því skarni sem
akkazt hefir saman í mörg ár. Mundi það ekki sæma vel
,,gullríkinu“, ef það yrði fyrst til þess að setja borgarakórónu
á höfuð kvenmanni?“ Til embætta og ýmissar atvinnu, sem
áður hefir verið ætluð karlmönnum, hefir vegurinn orðið konum
greiðari í Bandaríkjunum enn í öðrum löndum, en vjer eigum
hjer við þá atvinnu sjerilagi, sem menn verða hæfir til fyrir
skólamenntun og uppfræðandi undirbúning. Annars hefir all-
staðar mikið áunnizt, einkum á seinustu árunum, hvað slika
menntun og undirbúning snertir. Auk þess að æðri mennta-
skólar eru í öllum löndum fyrir ungar stúlkur, og þær eru
settar til kennslu í alþýðuskólum samhliða karlmönnum, er
þeim nú víða veitt aðganga til háskólanna. Vjer nefnurn há-
skólana i Kaupmannahöfn, Lundi, Helingjafossi, suma háskóla
á Rússlandi, Spáni og Italiu. A Englandi er stofnaður kvenna-
háskóli í grennd við Cambridge. Hjer hafa 44 stúlkur lokið
prófi, en 68 eru þar nú við nám. En þeim er ekki leyft að
ná akademiskum nafnbótum (meistaranöfnum). A meginlandinu
eru þegar nokkur dæmi til, að kvenmenn hafa náð doktors
nafni í læknisfræði. I Evrópu stunda flestar stúlkur þá fræði.
I þessari grein eru Bandarikin i Norðurameriku langt á undan
öllum öðrum. Hjer eru stórkostlegir kvennaháskólar, og að
námsgreinirnar sje margar, og skólarnir sóttir í ymsum atvinnu-
og embætta- tilgangi, má ráða af því, að í Bandaríkjunum
gegna hjer um bil 400 kvenna læknastörfum, og í fjármáladeild
stjórnarinnar í Washington eru 577 kvenna, sem hafa i laun
1900—3500 króna. þar að auki er talað um konur þar vestra,
sem bæði gegna klerka störfum og dómara. Um hlutdeild
þeirra í uppfræðingu barna eða skólaforstöðu þarf ekki að tala.
„Fjórða stjettin“.
Svo hafa verkmenn og iðnaðarfólk kallazt i mörg ár, eða
Skírnir 1883.
2