Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 63
FRAKKXAND.
65
ávextir og oliutegundir, fílabein og viðarkvoða (til dúka, fata
og fl.). það er sagt, að Evrópumenn, sem hafa þar nýlendu-
vist, eða sækja þangað vöruflutninga græði 1000 kr. fyrir hvert
hundrað á sölu hinna síðast töldu vörutegunda. De Brazza
hefir í mörg ár kannað mörg þeirra landa, sem liggja að
Kongó, kynnt sjer siði og hætti þjóðanna, og gert sjer mesta far
um að þýða þær að Evrópumönnum og útrýma ugg þeirra og
tortryggni við „hvíta kynið,,. þegar Stanley kom úr langferð-
inni frægu frá Zanzíbar um þvera Afríku niður með Kongó
(1877), sá hann, að hjer var til mikils að vinna fyrir Evrópu-
menn og aðrar siðaðar þjóðir, ef þeir fengju verzlunarstöðvar
fram með bæði enum neðra og efra parti fljótsins, þar sem
skipgengt er, og lýsti öllu nákvæmlega, þegar hann kom til
Evrópu. 1876 hafði fjelag verið stofnað i Belgiu með forstöðu
Leópolds konungs og miklum framlögum af hans hálfu, og
kallað „alþjóðafjelag til að kanna Afríku og koma þar þjóð-
menning á framfæri11. Forustaþessa fyrirtækis var seld Stanley í
hendur, og hann út gerður með miklu fje og mikilli mann-
fylgd. það mun hafa verið 1879. þegar hann kom frá Zan-
zíbar, hafði hann þaðan með sjer allmikla fylgd vopnaðra
manna, og ljet alstðar skjótt til skarar skríða, þar sem villi-
þjóðirnar gerðu honum farartálma, eða rjeðu til atgöngu að
fylgd hans. Svo urðu og viðskiptin með þjóðflokkunum við
neðri hluta Kongófljótsins, og fengu þeir mesta geig fyrir og
óbeit á hvítu mönnunum. þegar upp i hálendið dregur, verða
miklir fossar fyrir á Kongófljótinu eða kvislum þess, en nokkuð
fyrir neðan breiðkar fljótið og verður lónmyndað. þessu lóni
gaf Stanley nafn sitt — eða fjelagið, sem fyr er nefnt, og ljet
kalla það Stanleypool. Hjer ætlaði hann að koma upp ný-
lendu eða verzlunarstöð. — Vjer víkjum nú aptur sögunni til
de Brazza. Síðan 1843 hafa Frakkar átt kaupstöð og nýlendu,
sem heitir Gabon, eigi langt frá Kongómynni, en nokkuð
þaðan fundu þeir það fljót 1872, sem Ogove heitir, en það
er skipgengt til auðugra og mjög frjófsamra landa langt upp
frá strandabygðum. Upp eptir þessu fljóti lagði de Brazza á
könnunarleið 1875, og þó framlög frönsku stjórnarinnar væru
Skírnir 1883.
5