Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 40
42
ÓFRIÐURINN Á EGIPTALANDI.
en Frakkar hafi sneitt hjá atförum og allri fyrhhöfn. það
væri her Englendinga, sem gætti svo til í landinu, að kedif-
inn gæti kippt því í lag, sem aflaga færi, og svo skyldi
standa, unz þar væri fótum komið undir nýja betri og lög-
fasta landstjórn, auk fl. Hitt lægi líka i augum uppi, að til-
sjón um íjármál og annað yrði að fara eptir þvi ástandi,
sem yrði fyrir ný lög og nýjar tilskipanir, en eigi eptir því,
sem átti sjer stað meðan ásigkomulagið var allt annað. —
það sem Englendingar hafa að hafzt á Egiptalandi, síðan
óeirðunum lyktaði, er þetta sjerilagi, að koma þar upp dyggu
löggæzluliði, skipa svo fyrir um her og landvarnir, og búa til
ný landstjórnarlög, og er svo sagt, að þeir hugsi til að láta
fulltrúaþing ráða löggjöf og fjárveitingum. Annars munu
þeir ætla sjer, þ. e. enskum erindreka tilsjárrjett með sköttum
og öllum fjármálum*). Vjer þurfum ekki að taka það fram,
að öll þessi fyrirhöfn er ekki af einberum kærleik sprottin
til Egiptalands eða þess ibúa, keldur af hinu, að Englend-
ingar sjá svo bezt fyrir hagsmunum sjálfra sín, og jarlinn
verður engu síður þeirra undirmaður enn soldáns. Soldán
heimtar af honum skatt, þeir hlýðni.
Af málsóknum gegn Arabi og öðrum þeim forsprökkum
uppreisnarinnar, sem mest voru við hana riðnir, er það
styttst að segja, að þegar rannsóknirnar höfðu sýnt, hvern
þátt eggingarnar og ráðin frá Miklagarði höfðu átt í uppreisn-
inni og tiltektum Arabis frá öndverðu, og hitt með, hve erfitt
eða nær þvi óvinnandi það var, að ná áreiðanlegum prófum
eða færa rjettar sönnur fyrir ymsum sakgiptum, t. d. ránunum,
manndrápunum, brennunni og svo frv., þá stilltu erindrekar
Englendinga svo til, að einni sök skyldi fram haldið, land-
ráðum í gegn höfðingja landsins. það var reyndar dauðasök,
*) Dufferin lávarður fór frá Mildagarði til Egiptalands snemraa í nóv-
ember, og var það erindi hans, að rannsaka allt ásigkomulag lands-
ins, undirbúa laga og landstjórnarbætur og koma kedífinum og valdi
bans í þær stellingar, að hann horfi ekki öfugt við hagsmunum
Englands.