Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 110
112
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND.
1878. í stuttu máli: Bismarck hefir ætlað Austurriki það hlut-
verk sjeriiagi, að halda slafnesku þjóðunum (fyrir utan f>ýzka-
land) í tveimur aðaldeildum, enni syðri og hinni nyrðri, en
koma smám saman fleirum i suðurdeildina, eða undir veldis-
sprota Austurríkiskeisara og verndarskjöld Austurríkis. Undir
sprotann eru komin löndin Bosnía og Herzegóvína, en skjól-
stæðingar Austurrikis eiga að minnsta kosti að verða sjálf-
stæðu ríkin slafnesku á Balkanskaga, og þau fleiri, sem þar
ná liku sjálfsforræði. Austurríki á að verða aðalstiflan
móti Alslafaflóðinu. En þetta verkefni er örðugt afhönd-
um að inna, sem ástatt er í Austurríki. þjóðverjar hafa til
skamms tima ráðið þar mestu og borið ægishjálm yfir öllum
hinum þjóðflokkunum, bæði Madjörum og enum slafnesku.
þeir urðu reyndar að sætta sig við tvídeild ríkisins, en þó
hún væri í raun rjettri tvídeild valdsins yfir enum slafnesku
þjóðflokkum, þá þótti þeim enn þar bera höfuð herðum hærra,
er þeir stóðu gagnvart Madjörum. þjóðverjar höfðu þó enn
tögl og hagldir í vesturdeildinni, þegar Bismarck visaði Austur-
riki á austurleiðina, og þeir vildu ekki láta sjer annað skiljast,
ehn að ráðasvið þjóðverja yrði víðara, og drottnunarmegin og
yfirburðir þýzkrar þjóðmenningar færði út stöðvar sínar, er
Austurriki þokaði út endimerkjum sinum. En þetta hefir illa
brugðizt, enda virðist, sem þjóðverjar hafi hvorki skilið tákn
tímanna nje Bismarck. Móti anda og bendingu vorrar þjóð-
ernisaldar vildu þeir halda áfram að dansa á hálsum enna
slafnesku þjóðflokka, og þetta dróg til hörðustu baráttu við
Czeka í Böhmen og Máhren, Póllendinga i Galiziu, Slóvena i
i enum syðri pörtum rikisins, og svo frv. I mörg ár hefir
vesturdeild alríkisins ekki verið annað enn vigvöllur Slafa og
þjóðverja, og í austurdeildinni hafa Madjarar sjálfir gengið í
broddi fylkingar að þoka hvervetna þjóðverjum og þýzkunni
úr öndvegi. Frá þessu hefir jafnan verið nokkuð greint
i enum seinni árgöngum þessa rits, eða frá því, hvernig
Czekum og fleirum hefir tekizt að færa sig upp á skaptið A
móti þjóðverjum. Slavar fóru þá að rjetta hlut sinn, er Czekar
tóku það ráð að vitja þingsins i Vin (1879), og þeir hjeldu