Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 38
40
ÓFRIÐURINN Á EGIPTALANDI.
járnbrautarstöðinni. En það vissi, að hann fyrir þá sölc átti
kvæmt til borgarinnar, að hún var nú á valdi útlendra her-
sveita, og að jarlinn hrósaði þeim sigri í innreið sinni, sem
kristnir menn höfðu fyrir hann unnið á þegnum sjálfs hans.
Allt um það sótti mikill fjöldi manna á fund hans daginn á
eptir, bæði frá höfuðborginni og öðrum bæjum og hjeruðum,
og voru þar margir á meðal þeirra, sem höfðu ekki samvizk-
una alhreina, en vildu nú það eina tjá, sem gæti áunnið þeim
náð og blíðu. Kedífinn mælti harðlega til margra höfðingj-
anna, og við klerkana sagði hann: „f>ið eruð lærðir menn og
ættuð sizt að skipta ykkur af stjórnardeilum. Sá sem fyrstur
af ykkar stjett vasast í þær þrætur framvegis, skal eiga sjer
harða hegningu vísa!“ — jbeir hneigðu sig allir og hjetu hlýðni
og auðsveipni.
Nú mátti svo kalla, að Englendingar stæðu „öllum fótum
i etu“ á Egiptalandi. Hin stórveldin ljetu ekki á öðru bera,
enn allt hefði farið hjer sem bezt og skaplegast — enn þó
mun sumum hafa búið annað niðri fyrir, einkum Frökkum og
Rússum. Leiðangurslið soldáns var elckiferðbúið(semáðurer sagt),
þegar allt var um garð gengið, og mátti því kalla, að soldán
yrði hjer strandaglópur — enda mun á hann koma „leiðar-
vítið“. — Ur því vjer höfum sýnt að framan, hvernig flækj-
urnar voru riðnar við „austræna málið“, og að yfir því var í
raun og veru kveðið, þegar „stórveldaslagurinn“ hófst á ný í
Miklagarði, þá skulum vjer í fám orðum lýsa, hver afstaðan
var orðin eptir þau tíðindi, sem þegar er frá sagt. Öllum
þótti i rauninni vænt um, að hjer var heilum vagni heim ekið,
og meiri vandræði hefðu ekki risið af mískliðunum á Egipta-
landi, því framan af horfðist til samdráttar með íjórum stór-
veldanna á móti hinum vestlægu, einkum áður enn Gambetta
gaf upp stjórnarforstöðuna á Frakklandi. þegar Bismarck (þ.
e. þýzkaland og Austurríki) sá, að Englendingar voru orðnir
einir um hituna á Egiptalandi, og Frakkar höfðu runnið frá
þeim við Alexandríu, þótti honum það unnið, sem honum
hafði leikið mest í mun, að samband vesturþjóðanna var slitið,
og Frakkland komið i þann einangur, sem það ætti bágt með