Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 97
SVISSLAND.
99
rjett, og varð síðar kjörinn forseti sambandsráðsins. f>að er
enn frægi jarðfræðingur Desor; f. í Hessen-Homburg á |>ýzka-
landi 1811, dáinn i Nizza 22. febr. árið sem leið. Hann hefir
ferðazt á Norðurlöndum og i Ameríku, og gengizt rnjög fyrir
og ritað mart um rannsóknir stólpabýla (Pælebygninger) eða
fenjabúa i fornöld á Svisslandi. — 14. nóvember dó skáldið
og fjölfræðingurinn Gottfried Kinkel (f. 1815). Hann tók
stúdentapróf í Bonn, en fór síðar til Berlínar og stundaði þar
guðfræði, og þótti hinn efnilegasti maður og flestum fremri.
Upp á hann má heim^æra: „Tvær verða æfirnar, og þrjár ef
lengi lifir“, þegar á forlög hans er litið. 1838 varð hann
kennari í kirkjusögu vid háskólann í Bonn, fjekk mikið orð á
sig og var í mestu metum hjá ymsum sltörungum, sem kynnt-
ust honum, eigi sízt skáldunum. 1844 sagði hann skilið við
guðfræðina og gerðist kennari i sögu enna fögru lista. Tveim
árum síðar kom á prent eptir hann allmikil drápa, sem heitir
„Otto der Schútz“, er mjög var lofuð (prentuð i 50 útgáfum),
og siðar mörg ljóðmæli eða ljóðasöfn, sem allt þykir enn af-
bragðs skáldskápur sökum fjörs, andagiptar og fegurðar. í
marz (uppreisnamánuðinum) 1848 bar á nýju fjöri hjá þessum
manni, eldkveikju frelsisins, sem kastaði honum út í byltinga-
strauminn undir eins og hans kenndi á f>ýzkalandi. Hann
tók við kosningu til þjóðarþingsins í Berlin, fór þaðan —
þegar herinn hafði brjálað þinghaldinu — til Rinarlandannna,
var i áhlaupinu á vopnabúrið i Siegburg, síðar i uppreisninni
i Pfalz og Baden, unz allt reiddi til þrota. Herdómurinn
dæmdi hann til æfilangrar kastalavinnu, en hjer jiótti of mjög
í vilnað, svo að í stað hennar kom æfilöng betrunarvinna með
stórbrotamönnum (í Spandau). |>ótt ótrúlegt þætti, tókst ung-
um stúdent, Carl Schurz að nafni*), með einhverju móti að
koma honum þaðan á burt og á flótta til Englands. Kinkel
átti siðan margra ára bólfestu í Lundúnum og var þar kennari
*) þessi maður fór síðar til bandarikjanna í Norðurameríku, og varð
þar rneð mestu ágætismönnum (ráðlierra innanríkismálanna i réðaneyti
Hayes forseta).