Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 86
88
ÍTALÍA.
þeir gátu, að honum skyldi sem minnst ama, þar sem honum
var ekið um stræti. Sú nákvæmni fjekk Garibaldi mikillar
gleði, og fór hann mjög þakklátum orðum um atferli borgar-
manna. Hann gisti hjá borgarstjóranum, en um kveldið var
mikið um prósessíur og fánaburð að húsinu, og laust þar upp
miklum fagnaðarköllum. þó kalla rnætti að hetjan lægi í
lamasessi, hvað líkamann snerti, þá var andi hans ern og
fleygur, og það vottaði hann í brjefsávarpi, sem hann ritaði til
borgarbúa. f>að var svo látandi: rBorg yðar hefir verið
frumkveði margra stórræða, hún hefir kunnað borga bezt tök
á að flæma burt harðstjórana, hún á líka rjett á að gera
páfann landrækan af Italíu, en hann er allra harðstjóra verstur,
hann er spillandi mannkynsins, hann er patríarki lyginnar,
hann situr þarna við Tífurá og sendir þaðan svartar morð-
læður út um heiminn. þrátt fyrir öll upplcvæði þjóðarinnar,
lofa menn þessum manni að sitja í Rómaborg, og þó hefir
hann hundrað sinnum viljað svíkja Italíu í fjandmanna hendur!
Góðir drengir! minnist þess, að það var páfinn, sem lýsti
blessan yfir böðlana, sem áttu 1282 að höggva í strá forfeður
yðar, en þeim tókst að reka þá sjer af höndum. f>jer eruð
engir ættlerar, og nú ættuð þjer að ganga í fjelag, og kalla
það „Fjelagið til að leysa mannlegt skyn úr fjötrum“, en hlut-
verk þess á að vera, að berjast við her heimskunnar, halda
vörð á hugsunarfrelsinu, og tendra ljós sannleikans í borgum
og byggðum!“. — Lík hátiðarhöld fóru fram i Messínu og
fleirum bæjum, en stjórninni var um og ó, þó hún vildi ekki
neitt banna, þvi hún var hálfhrædd um, að Frakkar mundu
styggjast, eða að franskir menn, sem áttu bólfestu á eyjunni,
eða voru þar staddir, mundu verða fyrir einhverjum óskunda.
En hún hafði lika allan fyrirvara á, að slikt skyldi eigi henda.
Páfinn situr enn við sinn keip, og er engu fúsari nú enn
í fyrra til að taka öðrum sáttum við Italíukonung enn þeim,
að hann gefi Róm upp við stól Pjeturs postula og flytji að-
setur sitt til annarar borgar. Hann stígur varla fæti út fyrir
Vatíkanið, og kallast vera í bandingja tölu álíka og Píus sál.
níundi. Viðkvæðið er hið sama: „Non possumusí‘‘ — oss er