Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 50
52
ENGLAND.
Castle, væri versta stjórn í heimi. Af því má ráða, að sonur
Gladstones, sem er þingmaður, sje utarlega i vinstra armi
Viggafylkingar, og að þeim mönnum þyki .ekki neitt fara
með feldi á Irlandi, fyr enn þau lög eru leidd aptur í gildi,
sem hafa þar verið af tekin um stundar sakir, en enskum
þegnum eirir mjög illa, að við missi.
Vjer leiðum hjá oss að tala meira um þingmál Englend-
inga, en höfum nefnt landskuldalögin í neðanmálsgreininni.
í vor lá við að þingdeildirnar kæmust i bága, er efri mál-
stofan eða „jafningjarnir“ kusu nefnd af sínu liði til að rann-
saka, hverja ávexti lög Gladstones (um landskuldagjald og
dóma) hefðu borið á Irlandi. Nefndin átti að heimta skil og
skýrslur af ráðherra Irlands. Gladstone ljet þá fljótt vita,
að þeir hefðu óhapparáð með höndum, er þeir vektu deilu
með þingdeildunum, enda slógu þeir undan og ljetu allt
niður falla, þegar neðri málstofan hafði lýst yfir því, að sú
tilhlutun af lávarðanna hálfu væri hættuleg og leiddi að eins
til truflunar, kappdeilda og annars ófarnaðar. — Vjer getum
enn þeirra nýmæla í þingsköpum Englendinga (the Cloture Bill),
sem gengu fram i hinni síðari þingsetu (enduð 2. desembers),
að umræðum hvers máls skal lokið, þegar meiri hluti atkvæða
samþykkir þá uppástungu. Nýmælin skjóta loku fyrir þann
þrádrátt og málalengingar, sem Irar hafa svo opt beitt, og af
hefir verið sagt í fyrri árgöngum rits vors. — Bradlaugh,
guðleysinginn, hefir gert ymsar atreiðir að komast í sæti sitt á
þinginu, en það hefir ekki tekizt, því þingsköpin standa enn
óbreytt, að því er eiðinn snertir. En svo horfist nú til, að
„Skírnir“ getur likast sagt hann þinghelgaðan i næsta sinni.
f>ann 13. desember voru 50 ár liðin frá þvi er Gladstone
var kjörinn til þings í fyrsta sinn. Vjer skulum ekki nú rekja
feril þingmennsku hans, eða telja það upp, sem hann á þeim
tima hefir afrekað landi sínu til gagns og frama, en sjer sjálfum
til þeirrar sæmdar og frægðar, sem æ mun á lopti haldið i
sögu Englands. En það mátti segja um þau hjónin Gladstone
og konu hans þann dag, að þau kæmust í hers hendur, svo
mikil var mannkvæmdin á heimili þeirra, til að flytja þeim