Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 136
138
DANMÖRK.
reiðt af í vetur, en menn ætla, að sldpið hafi náð lægi við
Novaja Semlja. — Eptir samkomulagi við hið alþjóðlega veður-
fræðingafjelag, hafa Danir tekið að sjer rannsóknirnar á Græn-
landi á öllu fari lopts og veðráttu. jþangað hjeldu í fyrra vor
nokkrir menn þeirra erinda, og er sá maður fyrir þeirri sveit,
sem A. Paulsen heitir (kand. mag.).
Vjer getum þeirrar minningarhátiðar, sem haldin var á fæð-
ingardag þjóðskáldsins fræga St. Steensens Blichers 11.
október eptir 100 ára. þá voru honum reistir tveir minnis-
varðar, annar í Víum, þarsem hann er fæddur og hinn áHimmelbjer
get á Jótlandi. Danir kalla Blicher á stundum Jótaskáldið, en öll
þjóðin skilur hann allra skálda sinna bezt, og ef nokkur skáld-
skapur er af þjóðlegu bergi brotinn, já runninn úr málmæðum
þjóðernisins, þá eru það skáldsögur Blichers, þar sem hann lýsir
lífinu á Jótlandi — náttúrunnar og fólksins. Á Himmel-
bjerget stóð höfuðhátíðin, en hjer hafði skáldið opt haldið
einskonar fólksfundi á sumrum til gamans og alvöru, sem voru
mjög fjölsóttir af öllu Jótlandi, og glæðt þar þjóðfjör og
ættjarðarást landa sinna. I lok mánaðarins hjelt stúdentafjelagið
nýja hátíð i minningu Blichers, og buðu til hennar fulltrúum
stúdentanna i Lundi, tveimur þingmönnum Jóta, og al-
þingismanni Tryggva Gunnarssyni. — Með miklu hátiðarmóti
var afhjúpaður minningarvarði Niels Ebbesens i Randarósi 2.
nóvembers, þann dag (allra heilagra messu), er þessi þjóðar-
kappi fjell við Skanderborg 1342.
þann dag stóð í Kaupmannahöfn mikil hátíðarveizla í 25
ára minningu þess banka sem ,,Privatbanken“ heitir, en í raun
rjettri í heiðursminningu þess manns, sem hann hafði stofnað
(fyri 25 árum) og hefir unnið með frábærum dug og fyrirhyggju
að svo mörgum hinna helztu gróðastofnana, arðs og þrifnaðar
fyrirtækja í Kaupmannahöfn og víðar um landið. Sá maður er
Tietgen, etazráð. Vjer nefndum sumt í fyrra, þó hans væri
ekki við getið, en það var gert í árganginum 1881. Samt sem
áður er það vel til fallið, að geta þess hjer, sem hann hefir
átt hvetjanda og stofnanda þátt í, eða veitir tilsjá og forstöðu.
Til má telja: Gufuskipafjelagið mikla („Det foren, Dampskibs-