Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 34
36
ÓFRIsDURINN Á EGIPTALANDI.
son Viktoríu drottningar. Asamt liðinu frá Indlandi var liðs-
afli Englendinga á Egiptalandi 31,000, að öllu samtöldu (land-
her og sjóliði). f>ann 17. ágúst fór hreifing að koma á her-
inn, og allt í einu tóku sveitirnar að ganga aptur á skip, en
Wolseley ljet því fleygt, að atsókn mundi veitt að Abúkír og
öðrum strandaköstulum Egipta. En hjer var annað i ráði, og
að þrem dögum liðnum frjettist, að Englendingar hefðu allt
leiðarsundið á sínu valdi og allar borgirnar, sem við það liggja.
Við suður mynnið er Suez, en þangað var áður komið liðið
frá Indlandi. þetta kom öllum nokkuð á óvart, ekki sízt er-
indrekum hinna stórveldanna i Miklagarði, en hjer var vant við
að gera, og það því heldur, sem þeim hafði ekki tekizt að
koma sjer saman um sameiginlega varðgæzlu á leiðarskurð-
inum. Höfundur þessa mannvirkis, Lesseps frá Frakklandi,
var um þessar mundir á Egiptalandi, og í Ismailja, þegar lið
Englendinga settist í þann bæ. Hann var sá eini sem mót-
mælti bragði Englendinga og kallaði þjóðskiptalög brotin, er
þeir hefðu farið herskildi um friðarleiðina. Hann var annars
Arabi góðkunnugur, og kvað það sjer að þakka, að Arabi hefði
ekki unnið spell á sundinu áður enn Englendingar komu
þangað. Frá Ismailja tólc Wolseley að halda til móts við her
Arabis, en hann hafði búið sjer vígi hjá Tel-el-Kebír, þorpinu
sem fyr er nefnt, en það liggur hjerumbil 8 mílur í vestur og
útsuður frá Ismailja. Wolseley hafði 14 þúsundir manna til
sóknar og 60 fallbissur. Menn segja, að Arabi hafi haft rúmar
25 þúsundir síns liðs. Leiðin lá að mestu um sanda, þar sem
færðin var þung og sandrokið mikið, ef hvasst var, en hitinn
óbærilegur. Tvær mílur fyrir vestan Ismailja urðu herdeildir
Egipta fyrir Englendingum. Wolseley var sjálfur í forvarða-
liðinu, en liðsmunur var svo mikill, að 1500 enskra manna
áttu að taka á móti 8—10 þúsundum. Viðureignin byrjaði
snemma dags 24. ágúst, og varð þegar raun á, að skotvopn
Englendinga voru mun mannskæðari enn hinna, og betur á
þeim haldið. þeir vörðust svo til kvelds, að fáir menn íjellu
af þeim eða særðust, en þá drógst meira lið að þeim, og dag-
inn á eptir hröktu þeir herdeildir Arabis af þeim stöðvum hjá