Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 58
60
ENGLAND.
kunni að bera frá kenningum Darwins í stöku greinum, og
sjóndeildarhringur visandanna víðki og nái lengra fram yfir
allsherjarlög lífsins. — Um lunderni hans og viðmót er svo
að orði komizt: „Allt viðmót hans bar vott um barnslega
einfeldni, og svo var hann látlaus, bliður og blátt áfram, að
hann varð hvers manns hugljúfi. Hæverska hans var frábær-
leg, og svo lítið kenndi hann yfirburða sinna, að hann þóttist
ekki viss um, hvort brjefi eða grein, sem hann sendi einhverju
blaðanna, væri veitandi viðtaka. Hann hefir með viðmóti sínu
við fræðimannaefni haft svo mikil áhrif á þá, að bágt er til
fulls að meta, og margir þeirra manna eiga honum mikið upp
að inna fyrir greiðfýsi hans og heilræði.“ — 2. septembers
dó Montague Bernard, fyrrum prófessor i þjóðrjetti eða
þjóðskiptalögum við háskólann í Oxford. Hann varð 62 ára
gamall. Hann átti mikinn þátt í þeim sættum sem urðu með
Englendingum og Norðurameríkumönnum á Alabamadeilunni,
og samdi ásamt Selborne lávarði varnarritið af hálfu Englands,
sem lagt var fyrir gerðardóminn i Genefu. — 16. septembers
dó Pusey, dr. theol., 82 ára að aldri. Sem lderkum vorum
mun kunnugt, var þessi maður forkólfur hreifinganna, sem urðu
í ríkiskirkjunni um 1830, og stefndu að endurvakning trúar-
lifsins, um leið og kirkjan skyldi bera það með sjer í enu
ytra fari og siðum, að hún væri ríki Guðs á jörðunni. þó
enska kirkjan beri enn menjar þeirra .breytinga, drógu þær
líka til, að margir af lærisveinum Puseys hurfu með öllu frá
henni og tóku kaþólska trú. — 4. desembers dó skáldsagna-
höfundurinn Anthon'y Trollope, f. 24. april 1815. Hann
var embættismaður i stjórn póstmálanna til þess fyrir 8 árum.
Eptir hann eru fjölmargar skáldsögur, sem eru þýddar á mörg
mál, og þóttu jafnan mjög læsilegar. Mest lof fjekk hann fyrir
skáldsöguna: Last Cronicle oj Barset. Enn fremur hefir hann,
auk annars, ritað æfisögur þeirra: Júlíusar Cæsars, Cicerós
og Palmerstons lávarðar.