Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 6
8
ALMENN TÍÐINDI.
ekki hug sinn allan, þvi í raun og veru vilji þeir ógilda meira,
eða sjálft konungsvaldið. þetta sje þó sök sjer, en hitt þurfi
að rannsaka til fulls, hvernig þingstjórnin hafi gefizt, þar sem
lýðvaldsbragur var kominn á stjórnarfarið, og athuga, hvers af
henni megi vænta framvegis — hvort sem um sje að ræða
þjóðveldi eða konungsríki. Vjer höfum lesið í dönsku blaði
Htíð ágrip eða útdrátt af ritlingum eða tímaritsgreinum sumra
nafntogaðra manna, sem hafa leiðt mönnum annmarka þing-
stjórnarinnar fyrir sjónir, og dregið líkur til, að hún muni
verða flestum rikjum til ófarnaðar. Vjer skulum geta helztu
atriða. Emile Laveleye, frægur rithöfundur í Belgiu, segir í
ritlingi „Um þingstjórn og lýðveldi11, að þessi stjórn vilji reisa
jafnrjetti manna með þvingunarlögum, enn sú stefna liggi beint
til harðstjórnar. þingstjórn sje upp komin hjá Engiendingum
og hafi hjá þeim ráðið sumum aðalmálum í fastar skorður, en
takmörkin hafi færzt út, og nú sje hún svo vaxin, að hún hæfi
fæstum ríkjum á meginlandinu. Hún hafi á Englandi náð
langvinnri blómgan; þar hafi menn deilzt i tvo höfuðflokka,
báða skipaða miklum skörungum, og ráðherraskiptin hefðu
aldri haft þá nýbreytni í för með sjer, að stjórnarfarið færi á
ringulreið. En á þessari öld hafi farið að brydda á sundrung
innan þessara flokka, og nú væri auk Vigga og Tórýmanna
talað um „írska flokkinn“og um flokk þeirra manna, sem djúp-
tækari eru og fastar -ganga eptir breytingum landslaganna
(■the radicals). Hinir gömlu flokkar verði nú að gæta vel til,
að lið þeirra sundrist ekki, og ráðherrarnir hljóti því að slá
undan og hliðra til við ena nýju flokka í mörgum höfuð-
málum. Sumir málsmetandi menn á Englandi hafi líka ætlað
(t. d. Albert prinz, Herbert Spencer og fl.), að þingstjórnin
gamla hafi lifað þar sitt fegursta, og hún mundi liða undir
lok innan eigi langs tima. Laveleye vitnar og til orða Bis-
marcks, sem hafi spáð hinu sama. Laveleye segist vera
itölskum stjórnvitringi samdóma*), sem hafi furðað sig á, að
menn skyldu ekki hafa getað furrdið betra stjórnarsnið á þeirri
*) Hann^nefnir hann ekki.