Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 14
16
ALMENN TÍÐINDI.
hafa menn varnað konum kjörrjettar með öllu, en á Englandi
kjósa ógiptar, fjárhaldsnjótandi og húsráðandi konur bæði í
bæjar og sveitastjórn og menn til skólaráða, ef hagir þeirra
eru hinir sömu sem karlmannanna, sem þess kjörrjettar njóta.
Einnig veita þær forstöðu fátækrastjórninni á sumum stöðum.
A málfundi, sem var haldinn í sumar i Nottir.gham (Social
Science Congress), var meðal annara mála ræðt um þegnrjettindi
kvenna, og tóku þar þrjár konur þátt i umræðunum. Ein
þeirra sagði, að konur hefðu á Englandi notið langt um meiri
rjettinda á 13. öld enn nú á hinni 19. þetta er rjett, og
hvað kosningarrjettinn snertir, hafa þær verið hans aðnjótandi
til 1832. þeim er þvi ekki láandi þó þær vilji hafa hlut sinn
rjettan. A síðustu 14 árum hafa lika komið bænarskrár til
þingsins með miklum nafnafjölda — ein með 500,000 undir-
skripta — meðal þeirra vitringurinn J. Stuart Mill. þó málið
næði ekki framgöngu, fjölgaði tala þeirra manna lengi á hverju
ári, sem jákvæddu frumvarpinu, en hefir rýrnað nokkuð aptur
á seinustu árunum. þetta virðist boða, að málið eigi enn
heldur langt í land. En þegar það vinnst, þá fær tala þing-
lcjósendanna drjúgan viðauka, því við siðasta manntal vóru á
Englandi 400,000 kvenna, sem að efnahag til og að öðru leyti
höfðu alla burði til kjörrjettar, guldu allar skyldur og skatta
og stóðu jafnfætis karlkynsþegnunum. I Bandaríkjunum i
Norðurameríku hafa konur eigi fengið enn kosningarrjett til
þinganna, en undir árslokin, kom uppástunga fram á alríkis-
þinginu um þá breyting á ríkislögunum. Mönnum þykir ekki
líklegt, að hjer falli trje við fyrsta högg, og það þvi síður, sem
3/é hljóta að samþykkja i b.áðum þingdeildum, en siðan 3 4 af
landaþingunum að fallast á lagabreytinguna. En kröfur kvenna
i Bandaríkjunum lúta ekki að eins að kosningarrjetti, en þær
heimta líka bæði kjörgengi til þinga, og jafnan rjett við karl-
menn til allra embætta þar með til landstjórnarembætta i hinum
einstöku löndum, og til alrikisforustunnar í Washington. Við
síðustu forsetakosningu bauð ein kona sig fram til kjörs, og
ein kona í San Francisco, Stow að nafni, reyndi að komast i
landstjórasessinn í Kaiiforníu. Hún heldur út blaði, og i því