Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 31
ÓFRIÐURINN Á EGIPTALANDI.
33
er Arabi hjelt úr borginni, bauð hann fyrirliðum varðsveitar-
innar að taka jarl höndum og drepa hann, en Derwisch pasja
og Ragheb, stjórnarforsetinn, stilltu svo til með fjegjöfum, að
þetta fórst fyrir. Lið Englenginga stökkti illþýðisflokkunum á
dreif, og þvi tókst innan eigi langs tíma að slökkva bálin, en
borgin var svo illa útleikin, að fullra umbóta verður lengi að
bíða. þann 17. júlí höfðu Englendingar sett varðlið í öll þau
virki sem uppi stóðu. Af liði þeirra höfðu ekki fallið fleiri
enn 5 i skothríðinni, en særzt 28. Eir.stöku skip þeirra lest-
ust nokkuð, en til engra muna. I her Egipta var manntjónið
miklu meira, þó vjer vitum ekki töluna. það er sagt af Arabi,
að hann hafði sig hvergi í hættu, og hjelt sjer, meðan bardag-
inn stóð, í virki einu, sem hann bannaði að taka þátt í vörn-
inni, enda var þangað engum sendingum beint frá flotanum.
— þegar frjettirnar bárust út um landið frá Alexandríu, voru
í sumum bæjum árásir gerðar að kristnum mönnum, og bæði
rán og morð framin.
Nú voru málin komin í nýtt horf. Her Egipta stóð gegnt
á móti kedífmum, en Arabi kvazt verja rjett þjóðarinnar og
kalífsins í Miklagarði í móti enum útlendu blóðsugum landsins
og aldafjöndum hinnar sönnu trúar. Erindrekarnir í Mikla-
garði þurftu nú að átta sig á afstöðu málanna, og fundamótin
hættu. það mátti þvi virðast hálfhlægilegt, er soldán og stjórn
hans ljet nú á sjer skilja, að hann vildi gjarna taka þátt í ráða-
gerðum þeirra. Aður þótti þörf, en nú nauðsyn að taka i
taumana á Egiptalandi, en hverir slcyldu fyrir beitast? Á
ýmist var fram farið, en ekkert varð að ráði. En á meðan
bjuggu Englendingar út leiðangurslið af mesta kappi, bæði að
heiman og frá Indlandi. Enginn gat mótmælt, að þeir hefðu
þegar haft mest fyrir, eða að þeir ættu um mest að annast á
Egiptalandi, *) enda voru það þeir einir, sem sögðust vera al-
*) þegar minnzt var á leiðarsundið um Suez-eiðið, urðu allir að játa,
að engum reið meir á enn Englendingum að eiga þar frjálst um
ferðir, eða halda skurðinum óskemmdum, en allir töldu það víst, að
Arabi mundi eyðileggja þetta mannvirki, ef liann kæmist svo í færi.
Skírnir 1883.
3