Skírnir - 01.01.1883, Blaðsíða 92
94
PORTÚGAL.
slógust víða í rósturnar. Stjórnin komst að því um leið og
hún ljet bæla þær niður, að byltingamenn og samsærismenn
höfðu komizt i leikinn, og unnið það flest er verst var. þetta
gaf tilefni til eptirgangssamra rannsókna, og afþeim urðu menn
þess vísari, að fræ byltingakenninganna hafði fallið í góðan
akur á Spáni. það voru kenningar Bakúnins (sjá „Skírni,,
1877, 129—180. bls.), sem Spánverjum hafði geðjast bezt að.
Byltingamenn álfu vorrar hafa til skamms tima átt mikið lið
og harðsnúið á Spáni, því í það hafa gengið stigamenn og
ræningjar, og þeir að auki, sem hafa gert það að atvinnu
sinni að lauma þeim varningi ínn í landið, sem tollur skal af
goldinn. Menn segja, að stigamennskan slagi hátt upp í það
á Spáni, sem var á Ítalíu fyrir nokkrum árum, en að tollsvik
og varningalauman fari fram úr því flestu, sem við gengst í
öðrum löndum.
Portúgal
Hjeðan eru engin tíðindi að segja, að telja megi. I frönsku
frjettaágripi (L’Année PolUque), sem vjer höfum sjeð, er þessa
rikis ekki getið, og í dönskum blöðum höfum vjer sjeð það
tvisvar nefnt á nafn. 1 fyrra skiptið var minnzt á þingtölu
konungs í byrjun ársins, þar sem hann boðaði nýja skatta, en
við bætt, að sú boðan hefði mislíkað svo áheyrendum (utan-
þingsmönnum), að þeir hefðu kallað fram i hvað eptir annað,
og gert konungi skapraun með hávaða sínum og ókurteisi.
I hitt skiptið var sagt, að sú fregn væri komin til Parísar af
þinginu í Lissabon, að stjórnin nefði borið upp sambandssátt-
mála við Spán, og haft það til meðmæla, að bæði ríkin gætu
með þvi móti minkað her sinn og hleypt niður útgjöldum
sínum. Hvað ráðizt heíir i þvi máli vitum vjer ekki, en hitt er
óhætt að fullyrða, að vináttan er hin bezta með báðum þjóð-
unum og konungum þeirra.