Skírnir - 01.01.1893, Page 13
ðamgöngumál.
13
vönduð og telur „Austri“ hana „sæmilega hæjarprýði fyrir hinn væntan-
lega höfuðstað Austurlands". Norskur maður, Weyergang, frá Mandal,
smíðaði hana, en Sigurður Sveinsson, steinsmiður, hlóð stöpla undir hana.
Hvítárbrúna, sem einnig þykir hin vandaðasta, lögðu Borgfirðingar og Mýra-
menn og fengu til þess styrk úr landssjóði. Helgi Helgason, trésmiður
og kaupmaður í Reykjavík, smíðaði hana og lagöi á ána, en brúarstöplana
hlóð Árni Zakaríasson, sá er stóð fyrir vegagerðinni þar upp frá ánni. —
Brú var og lögð á Kirkjubólsá í Eyrarhreppi við Isafjörð. Hún var
byggð fyrir samskotafé þar innan héraðs. Brú var og sett á Svelgsá í
Helgafellssveit.
Strandferðaskip gufuskipafélagsins fór eins og næsta ár á undan að
eins 3 ferðit kringum landið. En samgöngum milli Austurlands og út-
landa hélt Otto Wathne uppi eins og áður og Jónas Randulff, er varð
honum nú að keppinaut. Þeir buðu alþingi báðir fram skip sín til strand-
ferða fyrir næBta fjáThagstímabil. Þingið ætlaði að ganga að boði Rand-
ulfs, sem fyr segir, en síðar um haustið bilaði skip hans í förum til út-
landa, það er hann hafði ætlað til strandferðanna; var því ekki búist
við, að hann gæti tekið strandferðirnar að sér, að minnsta kosti ekki
fyrra ár fjárhagstímans. Sunnlendingar nutu og nokkurs góðs af hinum
fjörugu samgöngum eystra, því þeir, sem fóru að sunnan austur til sum-
arvinnu, vóru íiuttir bæði austur um vorið og að austan um haustið stystu
leið, fyrir sunnan land, á skipum þeirra Wathne’s og Randulfs, en að
öðrum kosti hefðu þeir orðið að Bæta strandferðum gufuskipafélagsins
vestur um land og norður, sem er miklu lengri leið og dýrari.
Samgöngurnar á sjó kringum Faxaflóa komust þetta ár í betra lag
en áður. Fischer, stórkaupmaður, er verzlun rekur i Reykjavik, keypti
gufubát, eigi stóran, „Einigkeit" að nafni, og ætlaði hann til ferða um
Faxaflóa. Allar sýslunefndirnar við flóann og bæjarstjórn Reykjavíkur,
hétu af sinni hálfu styrk til þessara ferða á móts við landssjóðsstyrk
þann, er alþingi 1891 ákvað. Síðan var breytt nafni bátsins og hann
nefndur „Elín“ í höfuðið á konu landshöfðingjans. Báturinn kom hingað
til lands seint í maí og hóf hann þá brátt ferðir sínar frá Reykjavik, bæði
upp um Borgarfjörð og Mýrar og suður á bóginn allt til Orindavíkur;
var ferðunum haldið áfram, þangað til í miðjum október; í fyrstu voru
þær ekki ráðgerðar nema 12, en áður lauk urðu þær meir en helmingi
fleiri; átti bátur þessi góðu láni að fagna, enda hafði eigandi vandað út-
búnað allan, þó þótti vanta nægt skýli fyrir farþega á þilfari. Um sama