Skírnir - 01.12.1906, Page 42
■230
Islenzk höfuðból.
Skirnir.
á íslenzkar bókmentir og gefið þeim sérstakan blæ, að
prentsmiðjan, lengst af bin eina prentsmiðja á landinu,
var á Hólum allan þennan langa tíma. Eg hygg að eng-
inn geti efast um það, að, að svo miklu leyti sem hægt
•er að tala um nokkrar mállýzkur hér á landi, þá sé það
norðlenzkan, sem borið hefir sigur úr býtum sem bókmál
vort Islendinga, og orsökin til þessa er að mínu áliti ekki
eú, að talað sé hreinna og betra mál á Norðurlandi en
annarstaðar á Islandi, heldur einmitt sú, að prentsmiðjan
var á Hólum, og íslenzkar bókmentir voru þess vegna á
þ>essu timabili í þrengri merkingu norðlenzkar bókmentir.
Þegar því á alt er litið, er engin furða þótt Norðlend-
ingar þættust hart leiknir utn aldamótin 1800, er þeir
voru sviftir öllum þessum miklu menningarmeðulum og
tekinn frá. þeim biskupinn, skólinn og prentsmiðjan.
Asamt öðrum stólsjörðum voru Hólar þá seldir fyrir
2,400 ríkisdali. Þá var Hóladýrðin horfin, ekkert sem
minti á fyrri frægð annað en dómkirkjan. — Um þær
mundir var, eins og kunnugt er, mikill skortur á alls
konar nauðsynjavörum útlendum og þá einnig timbri.
Þetta notuðu eigendur Hóla sér á þann hátt, að þeir rifu
niður hinar miklu byggingar sem voru á Hólum, til þess
að selja nágrönnunum við með uppsprengdu verði. Þá
var t. d. rifin Auðunnarstofan, sem staðið hafði um
500 ár.
Hólar voru þannig bænda eign í nær 80 ár, eða til
1882, að sýslunefnd Skagfirðinga keypti þá fyrit' 14000 kr.
og stofnaði þar búnaðarskóla, sem síðan hefir verið hald-
inn þar. Á þessum árum hafa Hólar blómgast að nýju.
Nú er þar reist stórt og vandað timburhús, túnið sléttað,
matjurtagarðar hlaðnir, gróðrarstöð komið á laggirnar, og
árlega njóta þar um 50 bændaefni tilsagnar, svo að það
£r aftur komið lif og fjör »heima« á Hólum.
Af húsum og húsaskipun á Hólum á tíð biskupanna
þar, mun eg fljótt yfir sögu fara, því að til er ágæt ritgerð
um það efni eftir prófast Jóh. Þorsteinsson í Stafholti
prentuð í Tímariti Bókmentafélagsins 7. árg. Vísa eg