Skírnir - 01.12.1906, Side 102
390
Grundvöllur íslenzkrar stafsetningar.
Skirnir.
um þetta atriði en t. d. hitt, að rita y og ý fyrir i og i, þvi að dómi
F. J. sjálfs hafa íslendingar eigi fyr farið að bera é fram sem je, heldur en
y og ý sem i og i (Lit. hist. III, 31. bls.). Hitt er nær sanni, að það
sé „málssögu-ésamræmi11, að rita é, en eigi niðurlags-r að sið fornmanna,
og þó er hljóðstafur fyrir framan niðurlags-r ekki eldri í málinu en j-
hljóð í é; en ætli það sé síður málssögu-ósamræmi að rita y og ý, en ekki é?
Það þarf ekki að leiða fleiri vitni en stafina y og ý þvi til sönn-
unar, að grundvöllur stafsetningar vorrar er ekki framburðurinn
nú á tímum, heldur forn ritvenja, sem að vísu hefir lagast í ýmsum
greinum eftir nútíðar framhurði. Enginn þeirra íslenzku málfræðinga, er
gjörst hafa talsmenn framhurðar-stefnunnar i stafsetningu, hefir farið að
rita að öilu leyti eftir framhurði, heldur lagað stafsetninguna að meira
eða minna leyti eftir ritvenjunni. I’eir, sem verið hafa fastheldnastir
við fornan rithátt, svo sem Guðbrandur Vigfússon og Jón Þorkelsson
skólameistari, hafa eigi að eins haldið stöfunum é, y og ý, heldur einnig
ritað r í stað ur i niðurlagi orða og orðstofna, þar sem fornmenn rituðu
svo, en flestir hafa hafnað því (að rita r fyrir ur), þótt þeir hafi ritað
é, og það aðrir eins menn og Sveinhjörn Egilsson, Jón Sigurðsson for-
seti, Benedikt Gröndal og Steingrímur Thorsteinsson. Almenningur get-
ur ekki heldur farið i þessu atriði nákvæmlega eftir rithætti fornmanna,
en veitir miklu hægara að láta é halda sæti sínu, enda eru þeir langt
um fleiri, er það gjöra, jafnvel sumir þeir málfróðir menn, er annars vilja
breyta stafsetningunni eftir nútiðar-framburði, og hafa þvi slept y og ý,
og vikið i fleirum greinum frá almennri ritvenju (Bjarni Jónsson frá Vogi).
í grein sinni um stafsetningu i „Tim. um uppeldi og mentamál11 II.
mælir Björn M. Ólsen eindregið með þvi, að hætt sé að rita stafina y,
ý og z, af því að svo örðugt sé að vita, hvar rétt sé að rita þá og hvar
ekki, en um é og je segir hann, að „á litlu standi, hvort heldur sé kos-
ið“, þótt hann vilji heldur láta rita je, með þvi að hann heldur fram
þeirri stefnu, að færa stafsetningu sem næst framburði (nær en F. J.,
sem amast ekkert við y og ý).
Nú er svo ástatt, að menn eru alment mótfallnir því, að hreyta út-
liti málsins svo mjög, sem verður með því að hætta að rita y og ý, og
margir munu þeir vera, sem eigi telja það til neinna bóta, að útrýma é,
því að sagt hefir verið, að j hafi aldrei átt upp á háborðið hjá Islend-
ingum*), en hins vegar styður é forn ritvenja og samræmi það í táknun
*) Ljótt er að sjá upptalningu Boga Melsteðs á liði Végeirs úr Sogni
(alstaðar Vje-), eða orð eins og hvje, vjefengja, þar sem alment er
fram horið: Vegeirsstadir, Vemundarstaðir, hve, vefengja. Er það
ekki ósamkvæmni hjá þeim, er rita svona, að vilja helzt rita ket (kjet?),
smjer o. s. frv., þótt forn framhurður þeirra orða (kjöt, smjör o. s. frv.)
lifi enn (i Austfjörðum) ? Málfræðingar ættu ekki siður að taka til
greina þann framburð, sem nálgast gullaldarmálið, heldur en aðra eins
málkæki og „Hjerti“. Eg þekti líka einu sinni mann, sem sagði: „kljipa“,
„kljúkka11; en ætli nokkrum þyki það eftirbreytnisvert ?