Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1909, Page 16

Skírnir - 01.08.1909, Page 16
208 Prestarnir og játningarritin. ■Gallíu á 6. öld sem frekari útskýring Níkeu-játningarinnar handa munkunum, og hafi síðar (á 8. og 9. öld) smámsaman orðiðjátningfrankverskukirkjunnar; þá fyrsthafisíðarihelm- ingnum verið bætt við, en um uppruna hans sé með öllu -ókunnugt. Með viðurkenningu þessarar játningar er þrenn- ingarlærdómurinn, í stað þess að vera trúarhugsun, sem manninum ber að tileinka sér með hjartanu, orðinn að kirkjulegri réttarreglu, sem hann verður að lúta, eigi hann að geta orðið sáluhólpinn1). Þegar vér nú vitum, að sanngildi fornkirkju-játning- anna, hvað sem innihaldi þeirra líður, stendur á mjög svo veikum fótum, að engin þeirra er svo til komin í upphafi, sem alment var álitið um þær mundir, er fyrst var tekið að eiðbinda prestana við þær í kenningu sinni, og að engin þeirra getur til fulls kallast allsherjar-játning kristilegrar kirkju2), — og þegar vér því næst minnumst þess, hvernig á evangelisku sérjátningunum tveimur stendur, í hvaða tilgangi þær voru upphaflega samdar, þá fer óneitanlega að verða erfitt að réttlæta hina hátíðlegu heit- bindingu prestanna við slík rit í kenningu sinni, eins og tiðkast hefir hjá oss síðan í lok 17. aldar. — 2. En ekki verður auðveldara að réttlæta heitbindingu prestanna við játningarritin, þegar athugað er hvernig þau hafa náð viðurkenningu og öðlast lagagildi í hinum lútersku löndum, — hvernig þeim blátt áfram hefir að oss fornspurðum verið neytt uppá oss afhinu veraldlega valdi. Það er mjög svo algeng skoðun, að þótt rit þessi hafi ef til vill ekki í upphafi verið samin í þeim ákveðna tilgangi, að þau skyldu gilda sem réttarregla viðvíkjandi trú og kenningu i kirkjunni um ókomnar aldaraðir, þá hafi nú kirkjan einu sinni samþykt að svo skuli vera; *) Sbr. Harnack: Lehrb. d. Dogmengesch. II. bls. 296—298. 2) Grísk-katúlska kirkjan viðurkennir að visu „játninguna frá Níkeu og Konstantinópel11, þó ekki i þeirri mynd sem vér böfum hana (með viðbótinni „og syninum11 — f i 1 i o q u e). Hvorug hinna játninganna ihefir þar „symbólskt11 gildi.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.