Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 2

Skírnir - 01.08.1913, Page 2
194 Gruðrún Ósvífnrsdóttir og W. Morris. heitinn Magnússon í Cambridge var honutn leiðtogi. ís- land heiilaði Morris. Þeir félagar ferðuðust hér um land- ið og þýddu töluvert af íslenzkum fornsögum. Áður hafði Morris sungið aðallega um Artúr, brezka konunginn, en Islandi mátti hann aldrei gleyma síðan. Um 1868 var í smíðum stærsta verkið hans: »Hin jarðneska Paradís«; það er í ljóðum, allstórt sagnasafn í fjórum bindum. Grindin, sem bindur allar sögurnar sam- an er sú: Um miðja 14. öld ílýja ýmsir Norðmenn af landi burt til að forðast svarta dauðann. Þeir leita vest- ur um höf hinnar jarðnesku Paradísar, sem munnmæli og sögur fara af. Eftir langa útivist taka þeir fagurt land; en þar mætir dauði þeim alstaðar; sælan sem þá dreymdi er þeim fjærst þegar innlenda fólkið tilbiður þá og fórn- ar mönnum á helgidóm þeirra. Þeir komast undan, velkj- ast um ókunn höf, og taka loksins land á eyju nokkurri; hana byggja niðjar forn-Grikkja. Einn af Norðmönn- unum, Hrólfur að nafni, skilur grísku: faðir hans var i Væringjaliði, og sjálfur var Hrólfur fæddur í Miklagarði. Sæmóðum köppunum er boðið að ala það sem eftir er æf- innar á þeirri friðar-eyju. Þeir þiggja fegnir. — Tvisvar á mánuði mætast öldungar eyjarinnar og Norðmennirnir, til að ræðast við og skemta sér. Eyjarskeggjar muna margt frá gömlum óðulum sínum; prestur einn frá Svafa- landi, sem hafði slegist í för með Norðmönnunum, er fróður í forn-þýzkum sögum, og Hrólfur kann að segja þær sög- ur, sem þið metið umfram allar. Eina, sem hann flytur eitt grátt haustkvöld, kallar hann »Elskhuga Guðrúnar«. Það er all-langt kvæði: um 5000 línur með hetjuljóða- hætti (5 áherzlur i línu hverri). Efnið í þessu kvæði þekkjum við öll hér: það er Laxdæla. Sjö árum seinna samdi Morris kviðu um Sigurð Fáfnis- bana, og hún er tekin úr Eddukvæðunum og Völsunga- sögu. En það sem okkur kemur við í dag, það er frásögn- in Hrólfs og samanburður á henni og frumsögunni. Nú skulum við saman fara yfir bæði ritin og taka nákvæm-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.