Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1913, Síða 3

Skírnir - 01.08.1913, Síða 3
Guðrún Ósvifursdóttir og W. Morris. 195 lega eftir frábrigðura, sjá hverju Morris hefir slept og hverju bætt við, og hvaðan stafar þessi ólíki blær, sem alt fær hjá honum. En sízt megið þið skilja mig svo að eg sé að draga skóinn ofan af Morris. Kvæðið hans er göfugt og gullfagurt, og hann verðskuldar þakklæti okkar fyrir að hafa gert mörgum aðgengilegan einn fegursta gimsteininn í sjóði bókmenta ykkar. — Ekki kemur til greina að hann hafi nokkurstaðar misskilið Laxdælu, eða af kraftaleysi afskræmt hana, sér og Islendingum til skammar. Nei, en eg leyfi mér að taka fram nú þegar að hann hefir flutt hana í annað andlegt loftslag: þar er reyndar loftið hreint og holt, og sólin kastar fallegum ljós- brigðum á alt, en þar nýtur Laxdæla sín ekki. Ef eg þarf afsökunar með, fyrir að leiða ykkur í þessa rann- sóknarferð, þá er hún sú, að jafnan er holt, uppbyggilegt og gaman að vera með þeim Guðrúnu, Kjartani og Bolla. Kvæði Morrisar byrjar á draumum Guðrúnar og skýr- ingu Gests Oddleifssonar, segir lauslega frá Þorvaldi og Þórði, mönnum Guðrúnar (um 100 linur), fylgir svo Lax- dælu næstum þvi kafla fyrir kafla og endar í rauninni með dauða Kjartans. Satt er, að dauða Bolla og gifting- ar við Þorkel Eyjólfsson er getið, en það er stuttlega og einungis fyrir forms sakir. Svo kemur sem ágrip samtal Guðrúnar og Bolla Bollasonar, og loksins er hin sára játn- ing: »Þeim var ek verst sem ek unna mest«, þýdd að maklegleikum í siðustu línu kvæðisins: »1 did the worst to him I loved the most«. Auðséð er að kvæðinu finst lítið um Þorvald eða Þórð, og enn þá minna um Þorkel. Kjartan, Bolli og Guðrún koma ein við aðalsöguna; hitt er fyrir utan og lítt til prýðiA Að unnusta Kjartans, svo ung, svo sterk og svo ástrík skyldi vera tvígift kona, sem áður hefir reynt hjónaband, sem henni bauð við, og voðadauða annars síns elskaða manns, er mikið; en að hún, eftir að hafa lif- að af alla storma, orðið að hata Kjartan um leið og hún fer að elska Bolla á einhvern hátt, eftir að hjarta hennar hefir verið svo miklu blóði drifið, — að hún skyldi þá hafa 13*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.