Skírnir - 01.08.1913, Qupperneq 3
Guðrún Ósvifursdóttir og W. Morris.
195
lega eftir frábrigðura, sjá hverju Morris hefir slept og
hverju bætt við, og hvaðan stafar þessi ólíki blær, sem
alt fær hjá honum. En sízt megið þið skilja mig svo að
eg sé að draga skóinn ofan af Morris. Kvæðið hans er
göfugt og gullfagurt, og hann verðskuldar þakklæti okkar
fyrir að hafa gert mörgum aðgengilegan einn fegursta
gimsteininn í sjóði bókmenta ykkar. — Ekki kemur til
greina að hann hafi nokkurstaðar misskilið Laxdælu,
eða af kraftaleysi afskræmt hana, sér og Islendingum til
skammar. Nei, en eg leyfi mér að taka fram nú þegar að
hann hefir flutt hana í annað andlegt loftslag: þar er
reyndar loftið hreint og holt, og sólin kastar fallegum ljós-
brigðum á alt, en þar nýtur Laxdæla sín ekki. Ef
eg þarf afsökunar með, fyrir að leiða ykkur í þessa rann-
sóknarferð, þá er hún sú, að jafnan er holt, uppbyggilegt
og gaman að vera með þeim Guðrúnu, Kjartani og Bolla.
Kvæði Morrisar byrjar á draumum Guðrúnar og skýr-
ingu Gests Oddleifssonar, segir lauslega frá Þorvaldi og
Þórði, mönnum Guðrúnar (um 100 linur), fylgir svo Lax-
dælu næstum þvi kafla fyrir kafla og endar í rauninni
með dauða Kjartans. Satt er, að dauða Bolla og gifting-
ar við Þorkel Eyjólfsson er getið, en það er stuttlega og
einungis fyrir forms sakir. Svo kemur sem ágrip samtal
Guðrúnar og Bolla Bollasonar, og loksins er hin sára játn-
ing: »Þeim var ek verst sem ek unna mest«, þýdd að
maklegleikum í siðustu línu kvæðisins: »1 did the worst
to him I loved the most«.
Auðséð er að kvæðinu finst lítið um Þorvald eða Þórð,
og enn þá minna um Þorkel. Kjartan, Bolli og Guðrún
koma ein við aðalsöguna; hitt er fyrir utan og lítt til
prýðiA Að unnusta Kjartans, svo ung, svo sterk og svo
ástrík skyldi vera tvígift kona, sem áður hefir reynt
hjónaband, sem henni bauð við, og voðadauða annars síns
elskaða manns, er mikið; en að hún, eftir að hafa lif-
að af alla storma, orðið að hata Kjartan um leið og hún fer
að elska Bolla á einhvern hátt, eftir að hjarta hennar
hefir verið svo miklu blóði drifið, — að hún skyldi þá hafa
13*