Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 5

Skírnir - 01.08.1913, Page 5
Gruðrún Ósvífursdóttir og W. Morris. 19T heldur í nútíðar-sögu að unnusta Kjartans skyldi verar móðir. Svo sleppir Morris því með öllu. I Laxdælu, og yflr höfuð í fornsögum íslendinga, er ávalt sterkt hagsýnis-sjónarmiðið. Fé og vegsemd liggja aldrei sögunni né hetjunum í léttu rúmi. Ytri ástæðan til þess að Guðrún segir skilið við Þorvald er að hann reiðist áleitni hennar um nýja og nýja gripi, sem hún vill láta hann kaupa. Þeirra gripakaupa var greinilega getið í samningi þeirra. Sögunni er ant að taka það fram, að samningur þessi gerði Guðrúnu mun ríkari þegar þau skildust. Þetta mundi rýra vald tilfinninganna. í kvæði Morrisar verða þær að drotna. Svo sér Morris sér ekki fært að geyma þau atriði og um leið fellur burt kinnhest- urinn og harða svarið Guðrúnar: »Nú gaftu mér þat, er oss konum þykir miklu skifta at vér eigum vel at gert, en þat er litaraft gott, ok af hefir þú mik ráðit brekvísi við þik«. Og þessu verður sagan fátækari hjá Morris. Leyfið mér nú að taka annað dæmi: Þegar Þuríður, systir Kjartans, vill koma honum til að giftast Hrefnu, sýnir hún honum fram á það, að honum sé samboðinn sá ráða- hagur, og telur þá kosti: »Asgeirr faðir hennar er göfugr maðr ok stórættaðr. Hann skortir ok eigi fé tii at fríða þetta ráð; er ok önnur dóttir hans gift ríkum manni«. í kvæði Morrisar er það meðaumkun Kjartans, sem Þuríður reynir að hræra.. »Væri eg karlmaður*, segir hún, »og sæi hvernig ást til mín færi að bærast í hjarta slikrar meyjar og Hrefna er, þá skyldi andlit hennar ekki líða. mér fljótt úr minni«. Af þeirri ástæðu aðallega ræður Kjartan af að kvongast Hrefnu; a f meðaumkun! Slíkt hefði Laxdælu-Kjartani aldrei dottið í hug! Nú för- um við að sjá hvernig vald tilfinninganna, sem Morris vill hafa óskert, breytir smátt og smátt sögunni. Laxdæla er full af hinu hverdagslega: hún er vön að horfa frá aðalhetjunum um stundarsakir og segja hvernig þetta og þetta atvikaðist; hvernig til dæmis Þórður sagði skilið við Auði og á hvern hátt hún hefndi sín; þess lætur Morris auðvitað ógetið. Kotkell, Gríma og synir þeirra^

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.