Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 7

Skírnir - 01.08.1913, Blaðsíða 7
Gruðrún Ósvífursdóttir og W. Morris. 199 »Lengi muntu verða mannlaus, ef þú bíður hans; hann kemur ekki fljótt aftur þótt hann hafi mælt þetta; honum var varla alvara«. Nú þykir okkur Morrisar Bolli vera kominn langt niður. Samt veitir höfundinum erfltt að gera grein fyrir því, að Guðrún lætur loksins til leiðast. Hann horfir frá þeim Bolla og sagan er lengi með Kjart- ani í Noregi; þegar hann kemur aftur til íslands, þá spyr hann giftingu Guðrúnar; honum verður bilt við, og lesar- anum ekki síður; hvorugum er vel skiljanlegt gjaforðið. Höfundurinn fræðir okkur aldrei um það, svo að við sé unandi, hvernig það atvikaðist. Mannorð Bolla og sann- leiki sögunnar verða að þoka fyrir ástinni í hásæti sínu. I Laxdælu bregður Guðrún bræðrum sínum um bleyði og hvetur þá til að ráðast á Kjartan; það er hún sem vaknar snemma þann dag sem Kjartan á að fara yflr Hafragil, vekur Osvífurssyni með hæðiyrðum og neyðir Bolla til ferðar með þeim; hún hikar sér ekki við að verka á ást hans til sín: »Mun lokið okkrum samförum, ef þú skerst undan ferðinni!« — í kvæði Morrisar sprettur áformið sjálfkrafa hjá þeim Osvífurssonum, og neyða þ e i r Bolla til að veita sér liðsinni. En Guðrún? Þegar hún veit af ætlun þeirra, þá hvirflast hún í stormum ástar og haturs; hún þekkir ekki sinn eigin vilja; síðustu nóttina liggur hún andvaka í sálar-dofa, en örvæntingin grípur og æsir hana þegar dagur læðist inn; hún slær brjóstið, nístir tönnum, rífur í hárið; nú heyrir hún þá bræður sína vopnast. Bolli kemur til hennar. »Eg fer«, segir hann, »guð gefl að eg sé dauður í kvöld«. Örvita bregður hún honum um óstöðugleika : hann svíkur Kjartan í ástamálum og vill nú bjarga honum; vera öllum góður, en seðia samt girndir sínar. »Enginn veit«, segir Bolli, »hvað þessi hönd min vinnur; öllu verður lokið í dag«. Guðrún fleygir sér aftur á sængina, og engist saman í kvalafullri leiðslu, svo að hún sinnir. honum ekkert meðan hann kyssir hana og kveinar yfir henni. »Guðrún«, hrópar hann, »þú hefir tapað, en líttu á mig, eg hefl aldrei unnið«, og meinar að hann hafi aldrei unnið ást hennar. Svo fer hann til Osvífurs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.