Skírnir - 01.08.1913, Side 8
200
Gnðrún Ósvifursdóttir og W. Morris.
sona. Grimmir, ölvaðir og háværir bíða þeir hans. Mjög
er þessi kafli fagur hjá Morris, en hve frábrugðinn Lax-
dælu! Breytingin öll stafar af því að ástin á að fylla
sál Guðrúnar, svo að grimdin og móðgað stærilæti komast
ekki fyrir. öll sökin, sem hvílir að miklu leyti á Guð-
rúnu í Laxdælu, fellur þá á bræður hennar, og, til að gera
þetta hlutverk þeirra sennilegt, er þeim margsinnis lýst í
kvæðinu sem grimmum oflætisaulum, sem ala heimskulega
öfund til Hjarðhyltinga. Svo svartir eru þeir ekki í Lax-
dælu. Þeiro fórnar Morris líka á altari ástarinnar. Nú
sjáum við hvernig andinn sem hefir endurlífgað Laxdælu
í kvæði Morrisar er henni ólíkur og hefir þess vegna um-
steypt henni í sumum atriðum, ekki alllitlum.
Þið hafið eflaust tekið eftir því í kaflanum úr kvæð-
inu sem eg leiddi ykkur fyrir sjónir áðan, hvað þessi
læti Guðrúnar og Bolla eru óforníslenzk. Bolli kveinar
og barmar sér, Guðrún byltist á sænginni, slær sér á
brjóst og nístir tönnum! Ekki segi eg að með öllu sé
ómögulegt að Bolli eða Guðrún hafi nokkurntíma orðið
fyrir slíku; en fátt held eg þá að Laxdæla segði um það.
Það er ekki fyr en Guðrún er orðin gömul nunna að
Laxdælu þykir sæma að drepa á slíkt. Ekki beinlínis
samt: það er völvan sem lá grafin undir Helgafellskirkju
sem segir Herdísi sonardóttur Guðrúnar frá því — í draumi.
Annars er eina ytra merkið geðshræringar sem Laxdæla
tilfærir hjá Guðrúnu það, að hana setti dreyrrauða meðan
draujparnir voru ráðnir. Alt öðru máli er að gegna um
Morrisar Guðrúnu. Ef til vill er ekki óþarfi að taka fleiri
dæmi. Þegar henni er sagt frá Ingibjörgu konungssysturr
svarar hún angurblíðri röddu sem hvín eins og haustvind-
ur: »Þó getur skeð að hann finni góða konu, sem geri
hann sælan, eins og eg hefði gert, hefðum við loksins
gifzt«. Munið hvernig Laxdæla kemst að orði: »Guðrún
kvað þat góð tíðendi — en því at eins er Kjartani full-
boðit, ef hann fær góða konu«. Eftir þrjá daga segir
Morris að hún geri Bolla boð; hann kemur; »þar stóð
hún, aumingja konan, og skalf«; biður hann svo að segja