Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 12

Skírnir - 01.08.1913, Page 12
204 GruBrún Ósvífursdóttir og W. Morris. kunn að örvænta og þrá dauðann: hann hefir með því að beita meðvitund á raunir sínar margfaldað þær allar. Þessu er Laxdælu-Kjartan fráhverfur, enda er hann mun óþreyttari við æfilok sín. Nú skiljum við hvers vegna Guðrún getur lifað alla storma og harma: það er af því að hún er laus við þessa sjálfsskoðun og prófun sem slítur taugarnar. Aftur á móti er Morrisar-Guðrún útlærð í þeirri skaðlegu list og þessvegna miklu fyrúrvindaorðin. Samtvill Morris draga hana gegnum það sem.eftir er sögunnar; en hún getur það ekki, hún er södd lífdaga; sjá Bolla dauðan, hefna hans og hvetja syni sína til þess, giftast Þorkeli! æ nei! henní, og lesar- anum, og höfundinum sjálfum býður við því öllu saman Sjáum nú til: nútíðar-listin heimtar þrent nýtt í sög- una: að vald tilfinninganna sé óskert, að hetjurnar séu berorðari og orðfleiri, að þær séu hneigðar til sjálfsskoð- unar. En á hinn bóginn vill Morris vera frumsögunni trúr, halda öllum viðburðum hennar. Þetta er að blása í Laxdælinga nýrri sál, og vilja láta þá hegða sér einsog þegar gamla sálin stýrði; þið sjáið að með þessu hlýtur jafnvægi sögunnar að bila, því að eðli manna og verk eru ekki lengur í samræmi, heldur eiga í ófriði; úrslitin verða: ósennileiki. Þetta verður höfundurinn að forðast. Hvernig þá? Ekki má hann óhlýðnast nútíðar-listinni, það er hverri bók vís bani. Honum er nauðugur einn kost- ur, að haga viðburðunum svo að þeir séu sem minst af- myndaðir, og hins vegar sem sennilegastir, samkvæmastir hinum nýja anda. Að sagan fellur ekki öll sundur í mola með þessari málamiðlun, er snild Morrisar að þakka. Hún er mikil, en henni var ekki leyft að vera Laxdælu trú; það bannaði nútíðar-listin með sínum kröfum, sem útiloka trygð við frum-söguna. I bókmentalegan ómögu- 1 e i k a ráðast Morris og allir sem i hans spor fara. En nú sé eg eftir einu: það er að geta ekki sýnt ykk- ur hve kvæði Morrisar er, á hinn bóginn, fagurt þar sem þessar gagnstæðu kröfur eru honum minst til baga, og einkum ef við lítum af Laxdælu og skoðum verk hans út

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.