Skírnir - 01.08.1913, Page 14
Púkinn og fjósamaðurinn.
Flestir munu kannast við söguna um það, hvernig
fjósamaður Sæmundar fróða kornst að raun um að kölski
og púkar hans lifa á vondum munnsöfnuði manna og
horast því niður, ef ekki er á þá minst, en verða alt í
einu feitir og pattaralegir, ef nóg er blótað og ragnað.
Þeir sem ekki leggja trúnað á þá sögu ættu að lesa sög'
una um Putois (frb. pýtoa) eftir Anatole France. Efni
hennar er í stuttu máli þetta:
Hjón nokkur, sem bjuggu í friði og ánægju í smábæ
einum, urðu fyrir því óláni, að gömul frænka þar í grend-
inni hafði upp á þeim, og eftir það höfðu þau engan frið
fyrir sunnudagsheimboðum kerlingar. Af þessu voru þau
orðin svo dauðleið, að þau ósjálfrátt lofuðu guð einu sinni
þegar dóttir þeirra fékk »kikhósta«, svo þau voru löglega
afsökuð. En það stóð ekki lengi, og þegar frænka nú
kom næst til að bjóða þeim til sunnudagsins, sagði frúin
að þau gætu því miður ekki komið, af því að á sunnu-
daginn kæmi garðyrkjumaðurinn þangað. »Getur hann
ekki komið eftir helgina?« «Nei, hann á annríkt virku
dagana«. »Nú, hvað heitir hann; þessi garðyrkjumaður?«
»Hann heitir Putois*, svaraði frúin, og það kom alveg
umhugsunarlaust.
Þar með var nafnið komið, og frá þeirri stund var
Putois til. Frænka tautaði fyrir munni sér, um leið og
hún fór: »Putois! Mér finst eins og eg kannist við hann.
Putois? Putois! Vist þekki eg hann. En eg get ekki
munað .... Hvar býr hann?« »Hann er daglaunamað-
ur. Þegar hans er þörf, eru gerð orð eftir honum þangað