Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1913, Side 17

Skírnir - 01.08.1913, Side 17
Púkinn og fjósamaðurinn. 209 Hvað eigura vér þá við, cr vér segjum að einhver hlutur sé til? Það er flókin spurning, en eg geri ráð fyrir að flestir eigi fyrst og fremst við það, áð einhver verði hans var. Vér segjum að Esjan sé til, af því hún er sýni- leg og áþreifanleg. Vér segjum að rafmagn sé til, af því að vér getum fundið verkanir þess á taugar vorar og látið það starfa hitt og þetta. Og þeir sem segja að Þor- geirsboli sé til, þeir eiga við það að menn hafi bæði séð hann og heyrt. En nú eru aðrir sem neita því að Þor- geirsboli sé til, og það upp í opið geðið á þeim sem þyk- jast hafa séð hann og hevrt. Þeir eiga þá við það að hugmyndin um Þorgeirsbola sé öðru vísi til orðin heldur en t. d. hugmyndin um eitthvert þarfanautið. Þarfanaut- ið geti allir séð, ef þeir fari þangað sem það á heima, en Þorgeirsbola ekki, hann sé ekki annað en ofsjón eða of- heyrn hjátrúarfullra manna, ekkert annað en heilaspuni osr hafl aldrei stigið sjálfstætt spor á þessari jörð, enda sjáist förin hans hvergi. — En þeir sem þykjast hafa séð og heyrt Þorgeirsbola og trúa því að hann sé annað en hugarburður, þ e i r geta ekki annað en hagað sér eins og hann væri til, þeir taka tillit til hans í breytni sinni alveg eins og hann ætti sér sjálfstæða tilveru; þeir mundu t. d. taka til fótanna og flýja, ef þeir þættust heyra til hans, alveg eins og þeir mundu flýja mannýgt naut. Með öðr- um orðum: hlutur sem ekki á sér stað nema í hugmynd- um manna, getur haft áhrif á breytni þeirra alveg eins og hann ætti sér sjálfstæða tilveru, ef þeir að eins trúa því að svo sé. Það er að sínu leyti eins og með falsaða peninga, það fæst fyrir þá alt hið sama og fyrir ófalsaða peninga, þangað til svikin komast upp. Og hins vegar væri ófalsaðpr peningur engu meira virði en falsaður í því landi sem allir teldu hann falsaðan. En nú er þess ,að gæta, að hvort sem er trúin á til- veru hlutar eða trúin á gildi hans, þá styrkist hún eða veikist eftir því hvernig vér breytum. Sá sem er myrk- fælinn og hneigður til draugatrúar, hann verður því myrk- fælnari sem hann lætur meira eftir myrkfælninni og hugs- 14

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.