Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 21

Skírnir - 01.08.1913, Page 21
Púkinn ög fjósamaðurinn. 213 hafa tekið eftir því hvaða breyting verður á samlífi manna er þeir hætta að þérast, eða leggja niður titlana. Sú breyting verður ósjálfrátt. Um leið og menn hætta með titlunum að vísa hver öðrum í þann flokk er hann á heima í, lenda þeir saman í flokk, verða eins konar bræður og jafningjar, sem ekkert aðgreinir annað en einstaklingseðlið. Titlarnir verka eins og einkennisbúningur, og allir vita að hann má sín mikils — »Því ef að úr buxunum fógetinn fer og frakkauum svo litia stund, þá má ekki greina hver maðurinn er«. Þau orð sem vér höfum um aðra menn fá ósjálfrátt áhrif á skoðun vora á þeim og hugarþel vort til þeirra. Það ioðir gróm við ljót orð, þau setja blett á menn. Hver sem heyrir slíkt orð haft um ástvin sinn, finnur að hann þarf að þvo blettinn af honum í huga sér. Sá sem kallar konuna sína í hverju orði »elskuna sína«, hann verður síður hastur við hana en ef hann t. d. kallar hana »konu- kind«. Og hjúin á heimilinu bera meiri virðingu fyrir húsmóðurinni, ef bóndinn kallar hana Sigríði, en ef hann kallar hana Siggu. Það er líka gamalt ráð að uppnefna þá er menn vilja draga niður í sorpið, eða þá að afbaka titla þeirra. Það er því auðsætt, að mikið er undir því komið, að titillinn hafi eitthvað tígulegt við sig. Mér finst t. d. orðið trésmíða m e i s t ar i virðulegra en »snikkari«, þó sumum þyki það hið síðara ef til vill eins gott, af því það hefir útlendan keim, en hann er venjulega »fínn«.— Þá gerir það og titlana virðulegri að þeir séu þungir f vöfunum og miklir í munni. Mennirnir bera ósjálfrátt meiri virðingu fyrir því sem kostar þá erfiði, en hinu, sem auðvelt er og umsvifalítið. Því fleiri þjóna sem höfð- ingjar hafa til að stjana undir sig, því dýrmætari virðist persóna þeirra, og mæðrunum er löngum annast um þau börnin sem þær þurfa mest fyrir að hafa. Goodtemplara- félagið, með sínum »stór«-titluðu embættismönnum, gætf eflaust lagt orð í belg um nytsemi titlatogsins. Sumir titlar tákna enga sérstaka stétt eða stöðu, held-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.