Skírnir - 01.08.1913, Side 26
218
Púkinn og fjósamaðnrinn.
orðum og titlum. Hinir mundu aftur svara þeim í
þessa átt:
Metorðastiginn talar til hégómagirndar manna, hann
-elur upp löngun til að sýnast. En mennirnir eiga fyrst
að hugsa um það að v e r a, þá verða einhver ráð með
það að sýnast. Það er ekki holt að gera metnaðargirndina
að almennri hvöt. Hitt á að stunda, að menn geri verk-
in sjálfra þeirra og samvizku sinnar vegna. Rikisvaldið
er ekki óvilhallur dómari um það hvers virði þegnarnir
séu og leiðarvísir þess verður því löngum villuljós, því
verkin sína merkin, að »merkin« sýna ekki ætíð verkin.
Ymsir labbakútar, sem alls ekki eru þjóðnýtir menn, státa
sig með orðum og titlum, sem þeir hafa fengið með því
að leggja eitthvað úr steyttri pyngju sinni til guðsþakka,
eða þá blátt áfram af vináttu við valdsmennina. Þeir vita
vel að orðan eða titillinn dubbar þá upp, aflar þeim ósjálf-
rátt virðingar, sem þeir í rauninni eiga ekki skilið, og því
vilja þeir eitthvað fyrir slíkt gera. Eins og sum dýr hafa
það sér til varnar að taka á sig lit og gerfl annara teg-
unda sem óhultar eru sökum sérstakra eiginleika, þannig
verða orður og titlar oft skjól og sjöldur þeirra sem ann-
ars stæðu berskjaldaðir í allri sinni andlegu fátækt fyrir
nugliti almennings. Með öðrum orðum: •
»OrSur og titlar, úrelt þing, —
eins og dæmin sanna, —
notast oft sem uppfylling
í eyður verðleikanna«.
Þessu mundu nú hinir svara sem svo, að alt mætti mis-
brúka, orður og titla sem annað, en að ekki væri það næg
ástæða til að kasta því á braut. Þeir mundu segja eins
og hann Valdemar Petersen: »Menn vari sig á eftirlík-
ingum*. En svo mundu þeir ef til vill bæta því við, að
þegar orða eða titill væri kominn á einhvern óverðugan,
þá hefði það stundum bætandi áhrif á hann. Hann fyndi
til þess að tigninni fylgja kvaðir og reyndi því að bæta
sig og gera sig verðan að vera í því sálufélagi sem