Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 32

Skírnir - 01.08.1913, Page 32
224 Fjallið. efaðist um sannindi þeirra, og engan fýsti að leggja á fjallið til þess að egna á sig reiði undravættanna. Neðanundir Svörtuloftum var breiður hjalli, hæstur að framan, en hallaði niður í djúpa lögg rétt upp við björg- in. Hjallinn var vaxinn háum og þéttum skógi, og bar ilminn af honum niður á ströndina, þegar vindur stóð af fjallinu. En hvað búa kynni í skóginum, vissi enginn. Flest vóru býlin lítil og lág á ströndinni, og menn urðu að beygja sig djúpt til þess að komast inn um dyrn- ar. Þó var þar eitt, sem bar langt af öllum hinum. Það var heimili sveitarhöfðingjans. Veggirnir vóru hlaðnir úr eintómu stórgrýti og ásarnir vóru feðmingsdigur rekatré. »Ekki fýkur það fyrir vindi«, sagði sveitarhöfðinginn. »og ekki verður því heldur meint af snjóflóði«. Annað þekti hann ekki, sem valdið gæti híbýlatjóni. Dyrnar á höfðingjasetrinu vóru einu dyrnar, sem vóru háar og rúmgóðar, því höfðinginn var mikill vexti og kunni ekki að beygja sig. En hinir á ströndinni kunnu að beygja sig, bæði fyrir honum og eins í dyrunum sínum lágu. Þeir höfðu vanist á það undir eins í bernsku, og var það nú svo tamt, að þeir hefðu naumast getað án þess verið. Og eftir því fóru hugsanir þeirra; þær vóru fáar og smáar og beygjulegar, alveg eins og höfðinginn vildi hafa þær. En honum var meinilla við, að þeir hugs- uðu mikið; það fór bezt á þvi, að alt væri í gamla horf- inu, og það var öruggast til þess að varðveita kyrðina og friðinn og farsældina. Og líflð þarna á ströndinni hneig áfram eins og lygn eðjumóða, ótært, hugsjónasnautt og ástríðulaust. Enginn vissi til þess, að nokkur hefði verið í orðum eða æði öðruvísi en höfðinginn vildi. Hann var forsjá þeirra strandbúanna í öllum greinum og véfrétt þeim, ef vandamál bar að höndum. Ef þeir skildu ekki eitthvað, þá bara spurðu þeir hann, og svörin, sem hann gaf þeim, létu þeir ávalt nægja; þeim datt ekki í hug að efast; hann var þeirra vitrastur og mestur. Nú, nú, — enginn vissi til þess, að nokkur hefði

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.