Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.08.1913, Qupperneq 32

Skírnir - 01.08.1913, Qupperneq 32
224 Fjallið. efaðist um sannindi þeirra, og engan fýsti að leggja á fjallið til þess að egna á sig reiði undravættanna. Neðanundir Svörtuloftum var breiður hjalli, hæstur að framan, en hallaði niður í djúpa lögg rétt upp við björg- in. Hjallinn var vaxinn háum og þéttum skógi, og bar ilminn af honum niður á ströndina, þegar vindur stóð af fjallinu. En hvað búa kynni í skóginum, vissi enginn. Flest vóru býlin lítil og lág á ströndinni, og menn urðu að beygja sig djúpt til þess að komast inn um dyrn- ar. Þó var þar eitt, sem bar langt af öllum hinum. Það var heimili sveitarhöfðingjans. Veggirnir vóru hlaðnir úr eintómu stórgrýti og ásarnir vóru feðmingsdigur rekatré. »Ekki fýkur það fyrir vindi«, sagði sveitarhöfðinginn. »og ekki verður því heldur meint af snjóflóði«. Annað þekti hann ekki, sem valdið gæti híbýlatjóni. Dyrnar á höfðingjasetrinu vóru einu dyrnar, sem vóru háar og rúmgóðar, því höfðinginn var mikill vexti og kunni ekki að beygja sig. En hinir á ströndinni kunnu að beygja sig, bæði fyrir honum og eins í dyrunum sínum lágu. Þeir höfðu vanist á það undir eins í bernsku, og var það nú svo tamt, að þeir hefðu naumast getað án þess verið. Og eftir því fóru hugsanir þeirra; þær vóru fáar og smáar og beygjulegar, alveg eins og höfðinginn vildi hafa þær. En honum var meinilla við, að þeir hugs- uðu mikið; það fór bezt á þvi, að alt væri í gamla horf- inu, og það var öruggast til þess að varðveita kyrðina og friðinn og farsældina. Og líflð þarna á ströndinni hneig áfram eins og lygn eðjumóða, ótært, hugsjónasnautt og ástríðulaust. Enginn vissi til þess, að nokkur hefði verið í orðum eða æði öðruvísi en höfðinginn vildi. Hann var forsjá þeirra strandbúanna í öllum greinum og véfrétt þeim, ef vandamál bar að höndum. Ef þeir skildu ekki eitthvað, þá bara spurðu þeir hann, og svörin, sem hann gaf þeim, létu þeir ávalt nægja; þeim datt ekki í hug að efast; hann var þeirra vitrastur og mestur. Nú, nú, — enginn vissi til þess, að nokkur hefði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.