Skírnir - 01.08.1913, Side 33
Fjallið.
225
breytt á móti boðum höfðingjans fyr en hér er komið sög-
unni. En þá var líka friðurinn úti þarna á kyrlátu far-
sældar ströndinni.
Bláfátæk ekkja bjó með einkasyni sínum ungum í
litlu lágu hreysi rétt hjá höfðingjasetrinu. Hún átti erfltt
uppdráttar — fór á fætur í aftureldingu og vann baki
brotnu fram á rauða nótt. En hún var ánægð, þó hún
væri fátæk og þreytt, því sonurinn var henni góður og
dafnaði vel, þó hann ætti við þröngan kost að búa. —
Snemma bar á því, að sveinninn var spurull, eins og
börn eru oftast; en hann var flestum börnum ólíkur þarna
á ströndinni að því leyti, að hann lét sér ekki nægja þau
svör, sem börnum vóru alment gefin þar. Oft varð hon-
um starsýnt á fjallið, dularfult, hátt og himingnæfandi,
og þegar hann fekk ekki þau svör um fjallið, sem full-
nægðu honum, fór hann sjálfur að freista þess, hve langt
hann gæti komist upp og hvers hann yrði vísari á leið-
inni. Við þetta fekst hann með hinni mestu kostgæfni,
og því meir sem hann eltist, því lengra tókst honum að
komast upp í fjallið.
Fyrst í stað gáfu menn þessu engan gaum. En loks-
ins komst drengurinn svo hátt upp í fjallið, að hann fór
að heyra þytinn í skóginum undir Svörtuloftum. Og inn-
an um þytinn heyrði hann stundum undarleg hljóð. Ym-
ist vóru þessi hljóð eins og kveinstafir, eða þau vóru eins
og mannamál í fjarska, stundum blítt og ástúðlegt og heill-
andi, stundum með þungum ásökunarblæ. »Þetta þarf eg
að læra að þekkja«, hugsaði drengurinn með sér; hann
var ekki vitund hræddur við undraraddirnar í skóginum.
En hann fór nú að hafa orð á þessum röddum við fólkið
á ströndinni, og þó hætti hann því fljótt, því að í hvert
skifti sem hann mintist á þær, signdi fólkið sig ©g þagg-
aði óttaslegið niður í honum. önnur svör fekk hann ekki
hjá fullorðna fólkinu.
Sveitarhöfðinginn átti 2 börn, pilt og stúlku; þau vóru
á líku reki og sveinninn í kotinu. Oft léku þau sér sam-
an öll þrjú, og fór hið bezta á með þeim. Drengurinn
15