Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 37

Skírnir - 01.08.1913, Page 37
Fjallið. 229' nýr þróttur svall í hverri taug, og sveinninn stóð upp með eld í augum og sál og skalf af þreki og ást til lífs- ins og þrá. Og á bökkum lindarinnar uxu aldin í röðum sveinninn át sig mettan af þeim og hlustaði hugfanginn á raddirnar í skóginum og sönginn í greinum trjánna. Svo mundi hann eftir því, að hann átti langa leið heim, og vildi nú búast til ferðar. En nú var hann vilt- ur í skóginum og vissi ekkert hvert halda skyldi. En i hug hans svall nú þor og þrek; hann fann, að hann treysth sér að komast leiðar sinnar og lagði öruggur á stað. Sam- stundis er hann var kominn á stað, ómaði aftur rödd leið- togans ósýnilega í eyrum hans, og hann fylgdi henni ör- uggur, þó óteljandi raddir kvökuðu af munaði umhverfis hann og kölluðu hann til sín og hvettu hann til að snúa aftur. Og fram á brúnina á Dauðuskriðu komst hann heill á húfi — skriðunni, sem lá neðan við myrkviðinn undir Svörtuloftum. Og sveinninn horfði af brúninni yfir hafið vítt og ómælandi. En nú sá hann það, sem hann hafði aldrei séð áður. Yzt við sjónhring gat að líta glæsileg lönd vafin sólgulii og sumarbliðu. Og þarna úti sá sveinninn í anda hálfdulin markmið eitt af öðru, sem drógu til sín hugann með ljúfri þrá. En svo mintist hann móður sinnar í fátæklega kotinu heima og hann þaut í hendings kasti ofan allar skriður léttari i spori en nokkru sinni áður á æfinni. Timinn leið, og sveinninn óx og hann hélt áfram ferð- um sínum í skóginum. Nú var hann orðinn kunnugur og átti hægt með að rata hvert sem hann fór. Og raddirnar þekti hann nú fiestar, og hann hlýddi ávalt þeim röddum, sein leiddu hann áfram yfir urðir og ógöngur, en hafnaði boði þeirra, sem vildu fá hann til að líta aftur og hverfa af leið. Og hann þekti nú dýrin í fyigsnum skógarins og fugfana í greinum trjánna, en þau gerðu honum ekkert mein, því hann kunni að umgangast þau, temja þau og leiða. Og mikil var andans auðlegð sú, er hann eignaðist þarna i skóginum.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.