Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1913, Side 44

Skírnir - 01.08.1913, Side 44
236 Josef Calasanz Poestion. (Um sögu leikrita og leikhúsa á íslandi) 1903, Eisland- blúten (Islandsblóm. Nýíslenzkt ljóðasafn, með inngangi um menningu landsins og bókmentir, og með skýringum) 1904, og 1912 bókin um Steingrím Thorsteinsson, sem nú er mikið og lofsamlega ritað um á þýzku. Auk alls þessa hefir Poestion skrifað ýmsar greinir í blöð og tímarit. Um flest þessi rit Poestions hefir verið skrifað all- ítarlega í íslenzkum blöðum og tímaritum, og skal því eigi hér lýsa hverju þeirra um sig. En öll eru þau höfundin- um og þjóð vorri til sóma. öll bera þau vott um ást hans á viðfangsefninu og óþreytandi elju hans og sam- vizkusemi. Hefir það vakið aðdáun allra. sem vit hafa á, hve víðtæk og nákvæm þekking Poestions er, svo örðugt sem það hlýtur þó að vera í fjarlægu landi að ná í allan þann fróðleik sem saman er kominn í ritum hans, og það þótt hana hafi átt ýmsa góða menn að hér heima. Bækur hans eru allar vel samdar, efnisskipunin ljós og eðlileg og dómar hans sanngjarnir og heilbrigðir. Hann varast ofiof og tildur í rithætti, og er það raikilsvert, að ekki séu gefnar út ávísanir á meira gull en fyrir er, þegar verið er að ryðja áður óþektum bókmentum veg til álits meðal er- lendra þjóða. En í öllu sem Poestion ritar um íslenzk efni andar virðingu og aðdáun fyrir íslenzkri þjóð, sem þrátt fyr- ir fámenni og fátækt hefir lagt slikan skerf á altari menn- ingarinnar, og er auðfundið bróðurþelið sem undir býr. Þýðandi er Poestion svo snjall, að fáir mega við hann keppa. Er það viðurkent jafnt af skáldum þeim sem hann hefir þýtt, sem af öðrum. Mun hann vera skáld, þó hann yrki ekki að jafnaði frá eigin brjósti svo að kunnugt sé. Að maklegleikum hefir Poestion fengið allmikla viður- kenningu fyrir störf sín. Hann er hirðráð að nafnbót og hefir verið sæmdur heiðursmerkjum margra þjóða. Hann er heiðursfélagi Hins íslenzka Bókmentafélags. Þegar Islendingar minnast þeirra manna sem hafa rétt þeim bróðurhönd og beðið þeim hljóðs á skáldaþingir verður Poestions jafnan getið. Guðm. Finnbogason.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.