Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 46

Skírnir - 01.08.1913, Page 46
238 Fimti mai. Frá P/ramíðum til Mundía frá Manzanares til Rínar hans óbilandi elding flaug með ógnarþrumur sínar, frá Skyllu’ í Yanakvísl, hafi í haf, hentist hans leifturglóð. Var frægð hans sönn? Látum seinni tíð svara í slíkum vanda, vór fyrir heimsins Höfundi hneigjum oss, sem þann anda sköpunarmagns síns mestan vott mannheima birti þjóð. Stórræðagleði, er geystum hroll í gegnum hugann streymir, og óþol hjarta, er þjóna þarf en þó um völdin dreymir, og öðlast laun, sem óðs manns var æði að búast við, — alt reyndi’ hann: hættu þunga þraut, því meiri frægðarljóma, sigur og flótta, hilmishöll, heimsútlegð gleðitóma, tvisvar í dufti, tvisvar lyft í tign á altarið. Hann birtist: alvopna aldir tvær andvígar til hans liðu, auðmjúkar gáfust undir hann, örlagadóms síns biðu; hann kvað sór hljóðs, og settist svo sjálfur að dæma þær. Hann hvarf — og enti á eyðiey iðjulaus lífið ríka, hlaðinn af óbeit ótal manns, innfjálgri d/rkun líka, hatri, sem ekkert afmáð gat, ást, sem að gleymst ei fær.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.