Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1913, Side 57

Skírnir - 01.08.1913, Side 57
Nutima hngmyndir um barnseðlið. 24» rennandi. Hin er að taka sem bezt eftir, skilja efnið, og. kunna það með þeim hætti. Venjulega er blandað saman báðum aðferðunum, en reynslan sýnir að menn muna því betur, sem þeir endurtaka sjaldnar, en beita meira athygl- inni. Eftirtekt og skilningur eru því beztu máttarstoðir minnisins; og vissasta leiðin til að bæta minnið er einmitt sú að læra að beita réttilega þessum hjálparöflum. Enn- fremur munar miklu á því að læra í brotum, eða í heild:. Sá sem vill læra kvæði, getur annaðhvort lært í einu eitt eða tvö vísuorð, eða reynt að læra vísuna alla í einu,. endurtaka hana, athuga orðin, efnið, rímið, láta skilning- inn styðja minnið. Flestum verður fyrir að læra fremur í brotum; það er léttara, það má gera hugsunarlaust eins og vél sem snýst, og vinnur verk sitt á ákveðnum tíma. En það er betra að læra í stærri heildum og neyðast til að skilja; þær endurminningar verða gleggri og haldbetri. Þegar til lengdar .líður muna menn helmingi betur það sem þeir nema í heildum, heldur en brotalærdóminn. En fleira þarf að gæta. Ahrif sem valda endurminn- ingum geta verið með ýmsu móti, einföld eða sarasett;. venjulega muna menn þvi betur sem áhrifin berast til vit- undarinnar eftir fleiri vegum. Sumir eru svo næmir, að þeir læra vísur, sem þeir heyra einu sinni. Þar er minn- ið svo öflugt, að eitt skeyti eftir einum vegi nægir til að festa endurmiuninguna. Flestir þurfa þó öflugri áhrif. Sá sem les upphátt, það sem hann nemur, h e y r i r^ og sér orðin; hann f i n n u r þau á vörum sér, er talfærin hreyf- ast. Ef hann skrifar í viðbót sömu orðin, berast áhrifin ennfremur frá hönd til heila. Og eins og varfærir menn leggja fremur trúnað á það, sem mörg vitni bera, heldur en eins manns frásagnir, þannig geymir vitundin minn- ingarnar því betur, sem þær eru ofnar úr fleiri þráðum. Hver viðbót í áhrifunum er nýr hlekkur, sem fjötrar ný- fengna þekkingu í minni manna. Jafnvel þær endurminningar, sem staðnæmst hafa á krossgötum i vitundinni, eiga þar mislangan dvalarstað, eftir því, hvort þær eru þar gestir eða heimamenn; við1

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.