Skírnir - 01.08.1913, Page 58
250
Nútíma hugmyndir um barnseðlið.
Jiefir borið, að menn hafa reynt að nema tungumál með
því að læra orðin í heilli orðabók. Slíkt er auðvitað á
einskis manns færi, af því að orðin eru þar sundurlaus;
skilningur og eftirtekt komast ekki að, minninu til aðstoð-
ar. Hinsvegar læra jafnvel tornæmir menn útlend mál
furðu fljótt er þeir heyra þau töluð kringum sig og við
sig; þá ráða þeir í, hvað orðin þýða eftir athöfnum og lát-
hragði þeirra sem tala. Svo miklu munar á þessum tveim-
ur aðferðum, að minnið geymir tuttugu og fimm sinnum
betur skiljanlegar og sambandshæfar nýungar, heldur en
þær sem eru einangraðar og óskildar í huganum.
Nú vill svo til að menn verða oft að muna þau at-
riði sem eru þess eðlis, að þau geta varla myndað nein
eðlileg hugsanasambönd, og sækja á að gleymast, t. d. for-
múlur í stærðfræðilegum vísindum, tímabila- og steingerv-
inga-heiti í jarðfræði, mörg ártöl, jafnvel dagafjöldinn í
mánuðunum o. s. frv. Náttúrlega má lemja þessi dauðu
ntriði inn í meðvitundina með lurk endurtekninganna; en
það er leiðinlegt, dýrt, erfitt og flestir vilja forðast það.
Þessvegna reyna námsmenn oft óafvitandi að laga sig eft-
ir sálarlögunum og finna bönd á þessar þverbrotnu og
hverfulu endurminningar. En þau bönd eru langsóttar
líkingar, hverskonar rím, eins og mánaðarþulan alkunna,
smásögur, gamanyrði eða andstæður þess sem muna þarf.
Smátt og smátt vex á okkar dögum reynslufengin
þekking á minninu: hvenær menn eru næmastir, hvernig
athuganir glöggva minnið, hvenær hægast er að nema,
hvíldin sem þarf til að endurminning falli í skorður, mun-
ur þess að læra í brotum eða heildum, nauðsyn þess að
skilja viðfangsefnin og fá áhrifin eftir mismunandi vegum.
Vonandi fjölgar þeim sannleiks-neistum, en jafnvel nú er
svo mikið fengið, að næst gengur óhófi að láta þá eign
liggja ónotaða.
Við íslendingar fáumst lítt við sálarrannsóknir, enda
-er það, sem sagt hefir verið hér að framan, bygt á útlendri